Innlent

Einn dagur í verkfall félagsráðgjafa

Höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara
Höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara úr safni
Félagsráðgjafar og fulltrúar Reykjavíkurborgar funda í kjaradeilu sinni í dag, en nú er einungis einn dagur þar til fyrirhugað verkfall félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg skellur á.

Samningafundur félagsráðgjafa og fulltrúa Reykjavíkurborgar hefst hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Síðasti fundur í deilunni, sem var haldinn á föstudag, skilaði engum árangri þrátt fyrir 16 klukkustunda setu deiluaðila, en fundurinn stóð yfir frá klukkan tíu um morguninn til klukkan tvö eftir miðnætti.

Fyrirhugað verkfall félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg hefst á morgun ef samningar nást ekki fyrir þann tíma.

Félagsráðgjafar sem starfa hjá Reykjavíkurborg eru rúmlega hundrað talsins. Þeir starfa flestir hjá þjónustumiðstöðvum borgarinnar, barnavernd og á skrifstofu velferðarsviðs. Ljóst þykir að verkfallið muni raska starfsemi á þeim stöðum veruleg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×