Erlent

Hefur lifað í þrjú ár án litla heila

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Chase Britton hefur engan litla heila.
Chase Britton hefur engan litla heila.
Chase Britton litli er væntanlega lítið læknakraftaverk. Hann er þriggja ára gamall en fæddist án litla heila. Læknarnir eru gáttaðir á því hvernig hann hefur getað lifað svona lengi án hans. Hlutverk litla heilans er að stýra hreyfingum líkamans.

„Læknarnir vissu ekkert hvað þeir áttu að segja. Enginn hafði séð neitt þessu líkt fyrr,‟ segir Heather Britton, móðir Chases, í samtali við Fox News. Læknar höfðu talið að án litla heilans gætu menn ekki hreyft sig. Chase hefur því orðið til þess að læknar þurfa að endurskoða það sem þeir áður töldu sig vita um heilann.

„Þetta er mikil ráðgáta. Það eru nokkrir sérfræðingar víðsvegar um heiminn sem hafa þurft að leggja höfuðið í bleyti vegna þessa máls, en ekki fundið neitt svar,‟ segir Adre du Plessis, við Barnaspítalann í Washington DC, í samtali við Fox News.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×