Erlent

Dýr heimsókn páfans fyrir skattgreiðendur

Benedikt XVI heimsótti Bretland seint á síðasta ári. Breskir skattgreiðendur þurfa að borga 1,3 milljarð króna fyrir heimsókn hans.
Benedikt XVI heimsótti Bretland seint á síðasta ári. Breskir skattgreiðendur þurfa að borga 1,3 milljarð króna fyrir heimsókn hans. Mynd/AFP
Heimsókn Benedikts XVI páfa til Bretlands á síðasta ári kostaði skattgreiðendur í landinu að minnsta kosti 7 milljónir punda, eða 1,3 milljarð króna. Þetta kemur fram á vef The Independent.

Öryggisgæslan í kringum páfann er ekki inni í kostnaðinum sem utanríkisráðuneyti Bretlands hefur birt.

Á meðal þess sem skattgreiðendur þurftu að borga var kvöldverður fyrir páfann og sendinefnd hans, sem kostaði þrjá og hálfa milljón króna og þá kostaði þyrluferð páfans um landið rúmlega fjórar milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×