Erlent

Þvinguðu mann til að borða eyrað á sér

Newbridge á Írlandi
Newbridge á Írlandi
Glæpagengi réðist á mann á Írlandi á mánudag og þvingaði hann til að borða hluta af eyranu á sér.

Maðurinn sem er 21 árs var á gangi í bænum Newbridge á Írlandi snemma á mánudagsmorgun. Skyndilega réðust nokkrir menn á hann og slóu hann með hamri og einhverskonar járnstöng.

Mennirnir skáru hluta af eyra hans og þvinguðu hann til að borða hlutann af eyranu. Maðurinn er á spítala en auk þess að hafa misst hluta af eyranu hlaut hann áverka á höfði, kjálka og á fætinum.

Enginn hefur verið handtekinn og er málið í rannsókn hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×