Enski boltinn

Neville áhyggjufullur yfir nýjustu kynslóð Englands

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Marc Albrighton í leiknum gegn Ítalíu.
Marc Albrighton í leiknum gegn Ítalíu. Getty Images

Fyrirliði Everton, Phil Neville, hefur áhyggjur af nýjustu kynslóð Englendinga í knattspyrnu. Hann telur að hin nýja kynslóð skorti sigurhefð og hungur sem gæti reynst dýrkeypt í framtíðinni.

Margir leikmenn enska U-21 landsliðsins ákváðu að leika ekki vináttuleik með liðinu í miðri síðustu viku gegn Ítalíu. England verður í eldlínunni á Evrópumóti U-21 í Danmörku í sumar en þar verður íslenska liðið á meðal keppenda.

„Það sló mig þegar ég sá að tólf leikmenn drógu sig úr hópnum. Þetta er leikur þar sem leikmenn fá færi til að sanna sig fyrir A-landsliðsþjálfaranum," sagði Neville.

„Við erum með leikmenn eins og James Milner og Jamie Carragher sem mættu í alla leiki með yngri landsliðunum. Það má setja spurningarmerki við þrá þessarar kynslóðar að ná á toppinn," segir Neville sem þó hrósar Jack Wilshere úr Arsenal.

„Það eru ungir leikmenn sem vilja ná langt. Við sjáum það á Jack Wilshere, hungrið sést í augum hans."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×