Rússar vilja opna spilavíti í Perlunni 27. júní 2011 22:04 „Þetta eru forríkir menn sem vilja kaupa Perluna og opna þar spilavíti," segir Ásgeir Þór Davíðsson, oft kenndur við Goldfinger, sem er tengiliður fyrir nokkra Rússa sem vilja fjárfesta hér á landi. „Ef af þessu yrði myndi þetta þýða miklar tekjur fyrir þjóðina." Perlan er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur en líkt og áður hefur komið fram eru allar eignir utan kjarnastarfsemi fyrirtækisins til sölu og er það gert til að brúa fjárþörf Orkuveitunnar. Ásgeir segist hafa þekkt umrædda menn í nokkur ár en þáverandi sendiherra Rússa hér á landi kom þeim saman. Ásgeir segir að mennirnir hafi sýnt áhuga á að kaupa Perluna fyrir um áratug. Einnig hafi þeir velt fyrir sér að kaupa hús Eimskipafélagsins við Pósthússtræti. „Þá var verið að skoða hvort það væri hægt að gera þetta þannig að spilavítið væri bara fyrir útlendinga. Íslendingar myndu ekki fá að fara inn eins og þegar íslenskum körlum var bannað að fara á böll með bandarískum hermönnum á sínum tíma." Ásgeir segir Remax í Kópavogi hafa útvegað teikningar af Perlunni fyrir hina áhugasömu fjárfesta. „Þeir eru að fara yfir þær og svo er verið að bíða eftir því að Orkuveitan gefi upp verð. Eins og með svo margt annað hér á landi er unnið á hraða snigilsins." Að mati Ásgeirs er um afar spennandi tækifæri að ræða þar sem verkefnið gæti skilað þjóðarbúinu miklum fjárhæðum. Ásgeir segir mennina eiga hótel, spilavíti, næturklúbba og verksmiðjur í heimalandinu og nokkrum Evrópulöndum. „Þetta eru verksmiðjur sem framleiða húsbúnað og annað í hótel og spílavíti." Ásgeir á von á því að fara út í næsta mánuði og hitta Rússana eða þá að þeir komi til Íslands vegna málsins. Það skýrist á næstunni. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Sjá meira
„Þetta eru forríkir menn sem vilja kaupa Perluna og opna þar spilavíti," segir Ásgeir Þór Davíðsson, oft kenndur við Goldfinger, sem er tengiliður fyrir nokkra Rússa sem vilja fjárfesta hér á landi. „Ef af þessu yrði myndi þetta þýða miklar tekjur fyrir þjóðina." Perlan er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur en líkt og áður hefur komið fram eru allar eignir utan kjarnastarfsemi fyrirtækisins til sölu og er það gert til að brúa fjárþörf Orkuveitunnar. Ásgeir segist hafa þekkt umrædda menn í nokkur ár en þáverandi sendiherra Rússa hér á landi kom þeim saman. Ásgeir segir að mennirnir hafi sýnt áhuga á að kaupa Perluna fyrir um áratug. Einnig hafi þeir velt fyrir sér að kaupa hús Eimskipafélagsins við Pósthússtræti. „Þá var verið að skoða hvort það væri hægt að gera þetta þannig að spilavítið væri bara fyrir útlendinga. Íslendingar myndu ekki fá að fara inn eins og þegar íslenskum körlum var bannað að fara á böll með bandarískum hermönnum á sínum tíma." Ásgeir segir Remax í Kópavogi hafa útvegað teikningar af Perlunni fyrir hina áhugasömu fjárfesta. „Þeir eru að fara yfir þær og svo er verið að bíða eftir því að Orkuveitan gefi upp verð. Eins og með svo margt annað hér á landi er unnið á hraða snigilsins." Að mati Ásgeirs er um afar spennandi tækifæri að ræða þar sem verkefnið gæti skilað þjóðarbúinu miklum fjárhæðum. Ásgeir segir mennina eiga hótel, spilavíti, næturklúbba og verksmiðjur í heimalandinu og nokkrum Evrópulöndum. „Þetta eru verksmiðjur sem framleiða húsbúnað og annað í hótel og spílavíti." Ásgeir á von á því að fara út í næsta mánuði og hitta Rússana eða þá að þeir komi til Íslands vegna málsins. Það skýrist á næstunni.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Sjá meira