Rússar vilja opna spilavíti í Perlunni 27. júní 2011 22:04 „Þetta eru forríkir menn sem vilja kaupa Perluna og opna þar spilavíti," segir Ásgeir Þór Davíðsson, oft kenndur við Goldfinger, sem er tengiliður fyrir nokkra Rússa sem vilja fjárfesta hér á landi. „Ef af þessu yrði myndi þetta þýða miklar tekjur fyrir þjóðina." Perlan er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur en líkt og áður hefur komið fram eru allar eignir utan kjarnastarfsemi fyrirtækisins til sölu og er það gert til að brúa fjárþörf Orkuveitunnar. Ásgeir segist hafa þekkt umrædda menn í nokkur ár en þáverandi sendiherra Rússa hér á landi kom þeim saman. Ásgeir segir að mennirnir hafi sýnt áhuga á að kaupa Perluna fyrir um áratug. Einnig hafi þeir velt fyrir sér að kaupa hús Eimskipafélagsins við Pósthússtræti. „Þá var verið að skoða hvort það væri hægt að gera þetta þannig að spilavítið væri bara fyrir útlendinga. Íslendingar myndu ekki fá að fara inn eins og þegar íslenskum körlum var bannað að fara á böll með bandarískum hermönnum á sínum tíma." Ásgeir segir Remax í Kópavogi hafa útvegað teikningar af Perlunni fyrir hina áhugasömu fjárfesta. „Þeir eru að fara yfir þær og svo er verið að bíða eftir því að Orkuveitan gefi upp verð. Eins og með svo margt annað hér á landi er unnið á hraða snigilsins." Að mati Ásgeirs er um afar spennandi tækifæri að ræða þar sem verkefnið gæti skilað þjóðarbúinu miklum fjárhæðum. Ásgeir segir mennina eiga hótel, spilavíti, næturklúbba og verksmiðjur í heimalandinu og nokkrum Evrópulöndum. „Þetta eru verksmiðjur sem framleiða húsbúnað og annað í hótel og spílavíti." Ásgeir á von á því að fara út í næsta mánuði og hitta Rússana eða þá að þeir komi til Íslands vegna málsins. Það skýrist á næstunni. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
„Þetta eru forríkir menn sem vilja kaupa Perluna og opna þar spilavíti," segir Ásgeir Þór Davíðsson, oft kenndur við Goldfinger, sem er tengiliður fyrir nokkra Rússa sem vilja fjárfesta hér á landi. „Ef af þessu yrði myndi þetta þýða miklar tekjur fyrir þjóðina." Perlan er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur en líkt og áður hefur komið fram eru allar eignir utan kjarnastarfsemi fyrirtækisins til sölu og er það gert til að brúa fjárþörf Orkuveitunnar. Ásgeir segist hafa þekkt umrædda menn í nokkur ár en þáverandi sendiherra Rússa hér á landi kom þeim saman. Ásgeir segir að mennirnir hafi sýnt áhuga á að kaupa Perluna fyrir um áratug. Einnig hafi þeir velt fyrir sér að kaupa hús Eimskipafélagsins við Pósthússtræti. „Þá var verið að skoða hvort það væri hægt að gera þetta þannig að spilavítið væri bara fyrir útlendinga. Íslendingar myndu ekki fá að fara inn eins og þegar íslenskum körlum var bannað að fara á böll með bandarískum hermönnum á sínum tíma." Ásgeir segir Remax í Kópavogi hafa útvegað teikningar af Perlunni fyrir hina áhugasömu fjárfesta. „Þeir eru að fara yfir þær og svo er verið að bíða eftir því að Orkuveitan gefi upp verð. Eins og með svo margt annað hér á landi er unnið á hraða snigilsins." Að mati Ásgeirs er um afar spennandi tækifæri að ræða þar sem verkefnið gæti skilað þjóðarbúinu miklum fjárhæðum. Ásgeir segir mennina eiga hótel, spilavíti, næturklúbba og verksmiðjur í heimalandinu og nokkrum Evrópulöndum. „Þetta eru verksmiðjur sem framleiða húsbúnað og annað í hótel og spílavíti." Ásgeir á von á því að fara út í næsta mánuði og hitta Rússana eða þá að þeir komi til Íslands vegna málsins. Það skýrist á næstunni.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira