Mikil sýking mælist enn í íslensku sumargotssíldinni og leggur Hafrannsóknastofnun til að veiðikvótinn á þessari vertíð verði aðeins 40 þúsund tonn og að veiðar verði einungis leyfðar við vestanvert landið.
Samkvæmt nýjustu mælingum eru 37 prósent stofnsins enn sýkt, þvert á vonir manna um að sýkingin væri á undanhaldi eins og eðlilegt hefði verið, samanborið við sambærileg atvik við Noregsstrendur.
Veiðar eru hafnar í Breiðafirði en hafa farið hægt af stað vegna óveðurs.
Mikil sýking minnkar síldarkvótann
