Fótbolti

Savage vill komast til Teits í Vancouver

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robbie Savage er byrjaður að starfa í sjónvarpi og hér er hann með Roberto Mancini í viðtali.
Robbie Savage er byrjaður að starfa í sjónvarpi og hér er hann með Roberto Mancini í viðtali. Nordic Photos / Getty Images

Robbie Savage, fyrirliði Derby, er spenntur fyrir því að spila í bandarísku MLS-deildinni og þá með Vancouver Whitecaps, liði Teits Þórðarsonar þjálfara.

Samningur Savage við Derby rennur út í lok tímabilsins en hann er 36 ára gamall. Hann er með tilboð í höndunum frá Vancouver og gæti farið út áður en tímabilið hefst þar í MLS-deildinni í mars næstkomandi.

Vancouver er nú að fara í sitt fyrsta tímabil í MLS-deildinni en Teitur Þórðarson hefur verið þjálfari liðsins síðan 2008.

„Þeir gáfu mér frábæra kynningu," sagði hann um Vancouver. „Ég var í raun algerlega sleginn út af laginu."

„Ég hef fullan hug á því að klára samninginn minn við Derby en Vancouver hefur spurst fyrir um hvort það væri hægt að sleppa mér fyrr svo ég gæti spilað með liðinu frá upphafi tímabilsins."

„Þetta er stór ákvörðun sem Derby þarf að taka og ef þeir leyfa það þá er ég klár."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×