Hákarlaþjófnaður: Meistari á Múlakaffi aldrei heyrt annað eins Valur Grettisson skrifar 13. janúar 2011 11:41 Kæsti hákarlinn. Myndin er af vef Freistingar, freisting.is. Mynd Freisting.is „Maður hefur aldrei heyrt um svona lagað," segir matreiðslumeistari á Múlakaffi, Jón Örn Jóhannesson, um stórþjófnað á kæstum Hákarli í Reykjanesbæ. Þjófarnir stálu 500-700 kílóum af fullverkuðum hákarli en létu þann óverkaða í friði. Kunnáttumenn segja fagmenn hafa verið að verki. Lögreglan hefur engar vísbendingar fengið og kannast ekki við annan eins þjófnað á fiskmeti. Matreiðslumeistari Múlakaffis segir magnið hreint út sagt ótrúlegt. Múlakaffi þjónustar um sex til átta þúsund manns yfir þorrann. Yfir það tímabil kaupa þeir um tvö til þrjú hundruð kíló af verkuðum hákarli og selja. Jón segir það aldrei létt verk að fá hákarl hér á landi en veitingastaðir kaupa hann aðallega frá Suðurnesjum og Vestfjörðum. Þá er ekki gefið að fá góðan hákarl heldur. Þannig fékk Múlakaffi skemmdan hákarl í fyrstu. Spurður um verðmæti á hákarlinum svarar Jón því til að kílóið af unnum kæstum hákarli geti farið upp í fimm þúsund krónur. Sé tekið mið af því verði má gera ráð fyrir því að eignartap eigandans, sem stolið var frá, sé á á þriðju milljón króna. „Það er ekki létt verk að taka þetta," segir Jón Örn og bendir á að þeir sem stálu hákarlinum hefðu væntanlega þurft stóra sendibíl. Svo þarf pláss til þess að geyma slíkt magn af hákarli. Jón segist ekki hafa heyrt af öðru eins, hann segir algengara að óprúttnir aðilar steli humri. Lögreglan hvetur veitingamenn til þess að tilkynna til þeirra ef grunsamlegir sölumenn reyna að selja þeim kæstan hákarl. Nú fer þorrinn að ganga í garð og því talsvert meiri eftirspurn eftir kæstum hákarli. Hægt er að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420 1700. Tengdar fréttir Hálfu tonni af kæstum hákarli stolið - fagmenn að verki Rúmlega hálfu tonni af kæstum hákarli var stolið úr hjalli skammt fyrir utan Reykjanesbæ í vikunni. Þjófurinn, eða þjófarnir, voru greinilega vel að sér í hákarlaverkun samkvæmt heimasíðunni Freisting.is sem greindi fyrst frá málinu. 12. janúar 2011 16:34 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Maður hefur aldrei heyrt um svona lagað," segir matreiðslumeistari á Múlakaffi, Jón Örn Jóhannesson, um stórþjófnað á kæstum Hákarli í Reykjanesbæ. Þjófarnir stálu 500-700 kílóum af fullverkuðum hákarli en létu þann óverkaða í friði. Kunnáttumenn segja fagmenn hafa verið að verki. Lögreglan hefur engar vísbendingar fengið og kannast ekki við annan eins þjófnað á fiskmeti. Matreiðslumeistari Múlakaffis segir magnið hreint út sagt ótrúlegt. Múlakaffi þjónustar um sex til átta þúsund manns yfir þorrann. Yfir það tímabil kaupa þeir um tvö til þrjú hundruð kíló af verkuðum hákarli og selja. Jón segir það aldrei létt verk að fá hákarl hér á landi en veitingastaðir kaupa hann aðallega frá Suðurnesjum og Vestfjörðum. Þá er ekki gefið að fá góðan hákarl heldur. Þannig fékk Múlakaffi skemmdan hákarl í fyrstu. Spurður um verðmæti á hákarlinum svarar Jón því til að kílóið af unnum kæstum hákarli geti farið upp í fimm þúsund krónur. Sé tekið mið af því verði má gera ráð fyrir því að eignartap eigandans, sem stolið var frá, sé á á þriðju milljón króna. „Það er ekki létt verk að taka þetta," segir Jón Örn og bendir á að þeir sem stálu hákarlinum hefðu væntanlega þurft stóra sendibíl. Svo þarf pláss til þess að geyma slíkt magn af hákarli. Jón segist ekki hafa heyrt af öðru eins, hann segir algengara að óprúttnir aðilar steli humri. Lögreglan hvetur veitingamenn til þess að tilkynna til þeirra ef grunsamlegir sölumenn reyna að selja þeim kæstan hákarl. Nú fer þorrinn að ganga í garð og því talsvert meiri eftirspurn eftir kæstum hákarli. Hægt er að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420 1700.
Tengdar fréttir Hálfu tonni af kæstum hákarli stolið - fagmenn að verki Rúmlega hálfu tonni af kæstum hákarli var stolið úr hjalli skammt fyrir utan Reykjanesbæ í vikunni. Þjófurinn, eða þjófarnir, voru greinilega vel að sér í hákarlaverkun samkvæmt heimasíðunni Freisting.is sem greindi fyrst frá málinu. 12. janúar 2011 16:34 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hálfu tonni af kæstum hákarli stolið - fagmenn að verki Rúmlega hálfu tonni af kæstum hákarli var stolið úr hjalli skammt fyrir utan Reykjanesbæ í vikunni. Þjófurinn, eða þjófarnir, voru greinilega vel að sér í hákarlaverkun samkvæmt heimasíðunni Freisting.is sem greindi fyrst frá málinu. 12. janúar 2011 16:34