Hákarlaþjófnaður: Meistari á Múlakaffi aldrei heyrt annað eins Valur Grettisson skrifar 13. janúar 2011 11:41 Kæsti hákarlinn. Myndin er af vef Freistingar, freisting.is. Mynd Freisting.is „Maður hefur aldrei heyrt um svona lagað," segir matreiðslumeistari á Múlakaffi, Jón Örn Jóhannesson, um stórþjófnað á kæstum Hákarli í Reykjanesbæ. Þjófarnir stálu 500-700 kílóum af fullverkuðum hákarli en létu þann óverkaða í friði. Kunnáttumenn segja fagmenn hafa verið að verki. Lögreglan hefur engar vísbendingar fengið og kannast ekki við annan eins þjófnað á fiskmeti. Matreiðslumeistari Múlakaffis segir magnið hreint út sagt ótrúlegt. Múlakaffi þjónustar um sex til átta þúsund manns yfir þorrann. Yfir það tímabil kaupa þeir um tvö til þrjú hundruð kíló af verkuðum hákarli og selja. Jón segir það aldrei létt verk að fá hákarl hér á landi en veitingastaðir kaupa hann aðallega frá Suðurnesjum og Vestfjörðum. Þá er ekki gefið að fá góðan hákarl heldur. Þannig fékk Múlakaffi skemmdan hákarl í fyrstu. Spurður um verðmæti á hákarlinum svarar Jón því til að kílóið af unnum kæstum hákarli geti farið upp í fimm þúsund krónur. Sé tekið mið af því verði má gera ráð fyrir því að eignartap eigandans, sem stolið var frá, sé á á þriðju milljón króna. „Það er ekki létt verk að taka þetta," segir Jón Örn og bendir á að þeir sem stálu hákarlinum hefðu væntanlega þurft stóra sendibíl. Svo þarf pláss til þess að geyma slíkt magn af hákarli. Jón segist ekki hafa heyrt af öðru eins, hann segir algengara að óprúttnir aðilar steli humri. Lögreglan hvetur veitingamenn til þess að tilkynna til þeirra ef grunsamlegir sölumenn reyna að selja þeim kæstan hákarl. Nú fer þorrinn að ganga í garð og því talsvert meiri eftirspurn eftir kæstum hákarli. Hægt er að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420 1700. Tengdar fréttir Hálfu tonni af kæstum hákarli stolið - fagmenn að verki Rúmlega hálfu tonni af kæstum hákarli var stolið úr hjalli skammt fyrir utan Reykjanesbæ í vikunni. Þjófurinn, eða þjófarnir, voru greinilega vel að sér í hákarlaverkun samkvæmt heimasíðunni Freisting.is sem greindi fyrst frá málinu. 12. janúar 2011 16:34 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Maður hefur aldrei heyrt um svona lagað," segir matreiðslumeistari á Múlakaffi, Jón Örn Jóhannesson, um stórþjófnað á kæstum Hákarli í Reykjanesbæ. Þjófarnir stálu 500-700 kílóum af fullverkuðum hákarli en létu þann óverkaða í friði. Kunnáttumenn segja fagmenn hafa verið að verki. Lögreglan hefur engar vísbendingar fengið og kannast ekki við annan eins þjófnað á fiskmeti. Matreiðslumeistari Múlakaffis segir magnið hreint út sagt ótrúlegt. Múlakaffi þjónustar um sex til átta þúsund manns yfir þorrann. Yfir það tímabil kaupa þeir um tvö til þrjú hundruð kíló af verkuðum hákarli og selja. Jón segir það aldrei létt verk að fá hákarl hér á landi en veitingastaðir kaupa hann aðallega frá Suðurnesjum og Vestfjörðum. Þá er ekki gefið að fá góðan hákarl heldur. Þannig fékk Múlakaffi skemmdan hákarl í fyrstu. Spurður um verðmæti á hákarlinum svarar Jón því til að kílóið af unnum kæstum hákarli geti farið upp í fimm þúsund krónur. Sé tekið mið af því verði má gera ráð fyrir því að eignartap eigandans, sem stolið var frá, sé á á þriðju milljón króna. „Það er ekki létt verk að taka þetta," segir Jón Örn og bendir á að þeir sem stálu hákarlinum hefðu væntanlega þurft stóra sendibíl. Svo þarf pláss til þess að geyma slíkt magn af hákarli. Jón segist ekki hafa heyrt af öðru eins, hann segir algengara að óprúttnir aðilar steli humri. Lögreglan hvetur veitingamenn til þess að tilkynna til þeirra ef grunsamlegir sölumenn reyna að selja þeim kæstan hákarl. Nú fer þorrinn að ganga í garð og því talsvert meiri eftirspurn eftir kæstum hákarli. Hægt er að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420 1700.
Tengdar fréttir Hálfu tonni af kæstum hákarli stolið - fagmenn að verki Rúmlega hálfu tonni af kæstum hákarli var stolið úr hjalli skammt fyrir utan Reykjanesbæ í vikunni. Þjófurinn, eða þjófarnir, voru greinilega vel að sér í hákarlaverkun samkvæmt heimasíðunni Freisting.is sem greindi fyrst frá málinu. 12. janúar 2011 16:34 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Hálfu tonni af kæstum hákarli stolið - fagmenn að verki Rúmlega hálfu tonni af kæstum hákarli var stolið úr hjalli skammt fyrir utan Reykjanesbæ í vikunni. Þjófurinn, eða þjófarnir, voru greinilega vel að sér í hákarlaverkun samkvæmt heimasíðunni Freisting.is sem greindi fyrst frá málinu. 12. janúar 2011 16:34