200 íslenskir titlar gefnir út - langt fram úr björtustu vonum 5. ágúst 2011 05:00 Þeir sem tóku til máls á blaðamannafundinum í gær voru sammála um það að Íslendingar hefðu náð ótrúlegum árangri við markaðssetningu bókmennta sinna ytra. Mynd/GVA Um tvö hundruð íslenskir titlar og bækur um Ísland verða gefin út á þýska málsvæðinu í haust í tilefni af Bókamessunni í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur. Aðstandendur Sögueyjunnar Íslands, verkefnisins um þátttökuna, segja fjöldann fara langt fram úr björtustu vonum. Verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær og sagði Halldór Guðmundsson þar að Bókamessan í Frankfurt væri mikilvægasta bókasýning í heimi. Þar yrðu til sýnis 7.000 bækur frá um hundrað þjóðum og sýninguna sæktu um 300 þúsund gestir. Björtustu vonir aðstandenda verkefnisins hefðu staðið til þess að titlarnir íslensku sem fengjust útgefnir ytra yrðu í kringum hundrað, en nú lægi fyrir að þeir yrðu um 200. Halldór og Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, bentu til samanburðar á að þegar Kínverjar, fjölmennasta þjóð veraldar, hefðu verið heiðursgestir Bókamessunnar fyrir nokkrum árum hefðu verið gefnir út hundrað kínverskir bókatitlar og Indverjar, næstfjölmennasta þjóðin, hefðu einungis náð á sjöunda tug. Árangur Íslendinga væri því undraverður. Meðal verkanna eru endurútgáfa ritsafns Halldórs Laxness, Íslendingasögurnar, Íslenskur aðall eftir Þórberg Þórðarson, 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson og fjöldi annarra verka eftir jafnt unga sem eldri höfunda. Halldór útskýrði hve mikilvægt þýska málsvæðið væri erlendum höfundum, enda væru Þjóðverjar langmóttækilegastir allra vestrænna þjóða fyrir þýðingum. Þar væru fjörutíu prósent útgefinna verka þýdd, samanborið við þrjú prósent í Bretlandi og 1,5 prósent í Bandaríkjunum. Kristján B. Jónasson sagði ótrúlegt að fylgjast með gengi íslenskra höfunda á erlendri grundu, einkum í Þýskalandi. „Við erum að horfa upp á það að nánast hver einasti kjaftur sem hefur stungið niður penna á Íslandi á síðustu tveimur árum er að koma út á þýsku,“ sagði Kristján. Fyrir fimmtán til tuttugu árum hefði verið algjör undantekning að íslenskar bækur fengjust yfirhöfuð þýddar. „Ef rétt er á haldið er Bókamessan í Frankfurt ekki endapunktur á neinu heldur upphafið,“ sagði Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands. Hún sagðist telja vægi viðburðarins ómetanlegt fyrir íslenska rithöfunda og lýsti því sem einu hinu stórkostlegasta sem rekið hefði á þeirra fjörur. Hana sundlaði smávegis þegar hún hugsaði til þess hversu mikla útbreiðslu íslenskar bækur gætu fengið með útgáfu á svona stóru málsvæði. stigur@frettabladid.is Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Um tvö hundruð íslenskir titlar og bækur um Ísland verða gefin út á þýska málsvæðinu í haust í tilefni af Bókamessunni í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur. Aðstandendur Sögueyjunnar Íslands, verkefnisins um þátttökuna, segja fjöldann fara langt fram úr björtustu vonum. Verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær og sagði Halldór Guðmundsson þar að Bókamessan í Frankfurt væri mikilvægasta bókasýning í heimi. Þar yrðu til sýnis 7.000 bækur frá um hundrað þjóðum og sýninguna sæktu um 300 þúsund gestir. Björtustu vonir aðstandenda verkefnisins hefðu staðið til þess að titlarnir íslensku sem fengjust útgefnir ytra yrðu í kringum hundrað, en nú lægi fyrir að þeir yrðu um 200. Halldór og Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, bentu til samanburðar á að þegar Kínverjar, fjölmennasta þjóð veraldar, hefðu verið heiðursgestir Bókamessunnar fyrir nokkrum árum hefðu verið gefnir út hundrað kínverskir bókatitlar og Indverjar, næstfjölmennasta þjóðin, hefðu einungis náð á sjöunda tug. Árangur Íslendinga væri því undraverður. Meðal verkanna eru endurútgáfa ritsafns Halldórs Laxness, Íslendingasögurnar, Íslenskur aðall eftir Þórberg Þórðarson, 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson og fjöldi annarra verka eftir jafnt unga sem eldri höfunda. Halldór útskýrði hve mikilvægt þýska málsvæðið væri erlendum höfundum, enda væru Þjóðverjar langmóttækilegastir allra vestrænna þjóða fyrir þýðingum. Þar væru fjörutíu prósent útgefinna verka þýdd, samanborið við þrjú prósent í Bretlandi og 1,5 prósent í Bandaríkjunum. Kristján B. Jónasson sagði ótrúlegt að fylgjast með gengi íslenskra höfunda á erlendri grundu, einkum í Þýskalandi. „Við erum að horfa upp á það að nánast hver einasti kjaftur sem hefur stungið niður penna á Íslandi á síðustu tveimur árum er að koma út á þýsku,“ sagði Kristján. Fyrir fimmtán til tuttugu árum hefði verið algjör undantekning að íslenskar bækur fengjust yfirhöfuð þýddar. „Ef rétt er á haldið er Bókamessan í Frankfurt ekki endapunktur á neinu heldur upphafið,“ sagði Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands. Hún sagðist telja vægi viðburðarins ómetanlegt fyrir íslenska rithöfunda og lýsti því sem einu hinu stórkostlegasta sem rekið hefði á þeirra fjörur. Hana sundlaði smávegis þegar hún hugsaði til þess hversu mikla útbreiðslu íslenskar bækur gætu fengið með útgáfu á svona stóru málsvæði. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira