200 íslenskir titlar gefnir út - langt fram úr björtustu vonum 5. ágúst 2011 05:00 Þeir sem tóku til máls á blaðamannafundinum í gær voru sammála um það að Íslendingar hefðu náð ótrúlegum árangri við markaðssetningu bókmennta sinna ytra. Mynd/GVA Um tvö hundruð íslenskir titlar og bækur um Ísland verða gefin út á þýska málsvæðinu í haust í tilefni af Bókamessunni í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur. Aðstandendur Sögueyjunnar Íslands, verkefnisins um þátttökuna, segja fjöldann fara langt fram úr björtustu vonum. Verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær og sagði Halldór Guðmundsson þar að Bókamessan í Frankfurt væri mikilvægasta bókasýning í heimi. Þar yrðu til sýnis 7.000 bækur frá um hundrað þjóðum og sýninguna sæktu um 300 þúsund gestir. Björtustu vonir aðstandenda verkefnisins hefðu staðið til þess að titlarnir íslensku sem fengjust útgefnir ytra yrðu í kringum hundrað, en nú lægi fyrir að þeir yrðu um 200. Halldór og Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, bentu til samanburðar á að þegar Kínverjar, fjölmennasta þjóð veraldar, hefðu verið heiðursgestir Bókamessunnar fyrir nokkrum árum hefðu verið gefnir út hundrað kínverskir bókatitlar og Indverjar, næstfjölmennasta þjóðin, hefðu einungis náð á sjöunda tug. Árangur Íslendinga væri því undraverður. Meðal verkanna eru endurútgáfa ritsafns Halldórs Laxness, Íslendingasögurnar, Íslenskur aðall eftir Þórberg Þórðarson, 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson og fjöldi annarra verka eftir jafnt unga sem eldri höfunda. Halldór útskýrði hve mikilvægt þýska málsvæðið væri erlendum höfundum, enda væru Þjóðverjar langmóttækilegastir allra vestrænna þjóða fyrir þýðingum. Þar væru fjörutíu prósent útgefinna verka þýdd, samanborið við þrjú prósent í Bretlandi og 1,5 prósent í Bandaríkjunum. Kristján B. Jónasson sagði ótrúlegt að fylgjast með gengi íslenskra höfunda á erlendri grundu, einkum í Þýskalandi. „Við erum að horfa upp á það að nánast hver einasti kjaftur sem hefur stungið niður penna á Íslandi á síðustu tveimur árum er að koma út á þýsku,“ sagði Kristján. Fyrir fimmtán til tuttugu árum hefði verið algjör undantekning að íslenskar bækur fengjust yfirhöfuð þýddar. „Ef rétt er á haldið er Bókamessan í Frankfurt ekki endapunktur á neinu heldur upphafið,“ sagði Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands. Hún sagðist telja vægi viðburðarins ómetanlegt fyrir íslenska rithöfunda og lýsti því sem einu hinu stórkostlegasta sem rekið hefði á þeirra fjörur. Hana sundlaði smávegis þegar hún hugsaði til þess hversu mikla útbreiðslu íslenskar bækur gætu fengið með útgáfu á svona stóru málsvæði. stigur@frettabladid.is Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Um tvö hundruð íslenskir titlar og bækur um Ísland verða gefin út á þýska málsvæðinu í haust í tilefni af Bókamessunni í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur. Aðstandendur Sögueyjunnar Íslands, verkefnisins um þátttökuna, segja fjöldann fara langt fram úr björtustu vonum. Verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær og sagði Halldór Guðmundsson þar að Bókamessan í Frankfurt væri mikilvægasta bókasýning í heimi. Þar yrðu til sýnis 7.000 bækur frá um hundrað þjóðum og sýninguna sæktu um 300 þúsund gestir. Björtustu vonir aðstandenda verkefnisins hefðu staðið til þess að titlarnir íslensku sem fengjust útgefnir ytra yrðu í kringum hundrað, en nú lægi fyrir að þeir yrðu um 200. Halldór og Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, bentu til samanburðar á að þegar Kínverjar, fjölmennasta þjóð veraldar, hefðu verið heiðursgestir Bókamessunnar fyrir nokkrum árum hefðu verið gefnir út hundrað kínverskir bókatitlar og Indverjar, næstfjölmennasta þjóðin, hefðu einungis náð á sjöunda tug. Árangur Íslendinga væri því undraverður. Meðal verkanna eru endurútgáfa ritsafns Halldórs Laxness, Íslendingasögurnar, Íslenskur aðall eftir Þórberg Þórðarson, 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson og fjöldi annarra verka eftir jafnt unga sem eldri höfunda. Halldór útskýrði hve mikilvægt þýska málsvæðið væri erlendum höfundum, enda væru Þjóðverjar langmóttækilegastir allra vestrænna þjóða fyrir þýðingum. Þar væru fjörutíu prósent útgefinna verka þýdd, samanborið við þrjú prósent í Bretlandi og 1,5 prósent í Bandaríkjunum. Kristján B. Jónasson sagði ótrúlegt að fylgjast með gengi íslenskra höfunda á erlendri grundu, einkum í Þýskalandi. „Við erum að horfa upp á það að nánast hver einasti kjaftur sem hefur stungið niður penna á Íslandi á síðustu tveimur árum er að koma út á þýsku,“ sagði Kristján. Fyrir fimmtán til tuttugu árum hefði verið algjör undantekning að íslenskar bækur fengjust yfirhöfuð þýddar. „Ef rétt er á haldið er Bókamessan í Frankfurt ekki endapunktur á neinu heldur upphafið,“ sagði Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands. Hún sagðist telja vægi viðburðarins ómetanlegt fyrir íslenska rithöfunda og lýsti því sem einu hinu stórkostlegasta sem rekið hefði á þeirra fjörur. Hana sundlaði smávegis þegar hún hugsaði til þess hversu mikla útbreiðslu íslenskar bækur gætu fengið með útgáfu á svona stóru málsvæði. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira