Erlent

Tvö prósent halda að Pippa sé klámstjarna

Litla systir Katrínar Middleton, Pippa Middleton, hefur fengið mikla athygli eftir að stóra systir gifti sig í apríl síðastliðnum. Hún fékk mikla athygli í fjölmiðlum og höfðu sumir á orði að hún hefði stolið senunni í konunglega brúðkaupinu þar sem hún þykir vera einstaklega glæsileg stúlka.

Fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur og tímaritið Vanity Fair framkvæmdu könnun á dögunum þar sem yfir þúsund Bandaríkjamenn voru spurðir að því hvort þeir vissu hver Pippa Middleton væri.

Niðurstöðurnar voru þær að 52 prósent Bandaríkjamanna vissu ekkert hver stúlkan er. Um 6 prósent héldu að hún væri þulur hjá CNBC sjónvarpsstöðinni og sami fjöldi hélt að hún væri söguhetja úr barnabók. Tvö prósent héldu að hún væri tískufrömuður og sami fjöldi hélt að hún væri klámstjarna.

Aðeins 32 prósent aðspurðra vissu að hún væri litla systir Katrínar.

Það er kannski ekki svo fjarstæðukennt að 2 prósent Bandaríkjamanna haldi að hún sé klámstjarna því í maí síðastliðnum voru henni boðnar 5 milljónir dollara fyrir að leika í klámmynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×