Fótbolti

PSG keypti Pastore á 42 milljónir evra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Pastore í leik með Palermo.
Javier Pastore í leik með Palermo. Nordic Photos / AFP
Argentínumaðurinn Javier Pastore er genginn til liðs við Paris St. Germain sem greiddi 42 milljónir evra fyrir kappann.

Pastore er 22 ára gamann miðvallarleikmaður og kemur frá Palermo á Ítalíu. Hann skrifaði undir fimm ára samning við PSG sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum.

Fjárfestingarfyrirtæki frá Katar keypti félagið nú fyrr í sumar og hafa nýju eigendurnir verið duglegir að kaupa leikmenn.

Félagaskiptin hafa staðið til síðan um síðustu helgi en Pastore verður formlega kynntur til sögunnar sem leikmaður Parísarliðsins á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×