Erlent

Gríska þingið samþykkti niðurskurðarfrumvarp

Gríska þingið samþykkti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar landsins skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir miklum niðurskurði á rekstri hins opinbera í samræmi við kröfur Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Ætlunin er að minnka fjárlagahallinn niður í rúm 5% af landsframleiðslunni á næsta áru en á þessu ári verður hallinn um 9%. Þetta verður erfitt verkefni þar sem reiknað er með að hagvöxtur landsins verði neikvæður um 5,5% í ár og 2,8% á næsta ári.

Breið samstaða var um frumvarpið sem var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða í þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×