Munu leita til félagsdóms 17. ágúst 2011 10:00 Félag leikskólakennara mun leita til félagsdóms ef ekki kemst á hreint hversu langt leikskólastjórar mega ganga til að halda leikskólum opnum í boðuðu verkfalli leikskólakennara, sem hefst að óbreyttu á mánudag. Haraldur Freyr Gíslason, formaður félagsins, segir umræðuna um það hvort leikskólastjórnendum og ófaglærðu starfsfólki sé heimilt að manna stöður kennara í verkfalli eingöngu styrkja bakland leikskólakennara. „Ef verkfallsreglur verða brotnar munum við sinna verkfallsvörslu af fullum krafti. Og ef lagaleg túlkun verður áfram mismunandi, ef ekki mun liggja fyrir nein dómsniðurstaða eða lög sem taka á þessu, verður bara að láta á það reyna fyrir félagsdómi.“ „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að halda deildum opnum nema með því að hvetja til verkfallsbrota, sem almennt er ekki talinn góður stjórnunarháttur,“ segir Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Félags leikskólakennara. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), segir það lagalegt álitamál hvort stjórnendum leikskóla beri að sinna þeim deildum sem muni lokast í verkfallinu. „Við efumst ekki um að okkar álit sé rétt. En það eru auðvitað virtir aðilar hinum megin, þannig að klárlega er þetta álitamál,“ segir hann. Leikskólakennarar krefjast ellefu prósenta launaleiðréttingar til viðbótar við sambærilegar hækkanir og aðrir launamenn hafa samið um. Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum síðustu daga. Reykjavíkurborg greiðir nú leikskólakennurum umfram það sem kveður á um í kjarasamningi. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir það svíða ef til verkfalls komi, meðal annars í ljósi þeirra aðgerða borgarinnar til að koma til móts við leikskólakennara. „Síðastliðinn vetur lögðum við allt í sölurnar til að verja þessi kjör, meðal annars með sameiningum í yfirstjórn, niðurlagningu heimgreiðslna og fleiri hagræðingaraðgerðum,“ segir Oddný. „Við erum ánægð með að hafa getað varið kjör leikskólastarfsfólks en auðvitað svíður öllum að hugsanlegt verkfall bitni á leikskólabörnum, fjölskyldum þeirra og leikskólastarfi í landinu.“ Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Félag leikskólakennara mun leita til félagsdóms ef ekki kemst á hreint hversu langt leikskólastjórar mega ganga til að halda leikskólum opnum í boðuðu verkfalli leikskólakennara, sem hefst að óbreyttu á mánudag. Haraldur Freyr Gíslason, formaður félagsins, segir umræðuna um það hvort leikskólastjórnendum og ófaglærðu starfsfólki sé heimilt að manna stöður kennara í verkfalli eingöngu styrkja bakland leikskólakennara. „Ef verkfallsreglur verða brotnar munum við sinna verkfallsvörslu af fullum krafti. Og ef lagaleg túlkun verður áfram mismunandi, ef ekki mun liggja fyrir nein dómsniðurstaða eða lög sem taka á þessu, verður bara að láta á það reyna fyrir félagsdómi.“ „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að halda deildum opnum nema með því að hvetja til verkfallsbrota, sem almennt er ekki talinn góður stjórnunarháttur,“ segir Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Félags leikskólakennara. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), segir það lagalegt álitamál hvort stjórnendum leikskóla beri að sinna þeim deildum sem muni lokast í verkfallinu. „Við efumst ekki um að okkar álit sé rétt. En það eru auðvitað virtir aðilar hinum megin, þannig að klárlega er þetta álitamál,“ segir hann. Leikskólakennarar krefjast ellefu prósenta launaleiðréttingar til viðbótar við sambærilegar hækkanir og aðrir launamenn hafa samið um. Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum síðustu daga. Reykjavíkurborg greiðir nú leikskólakennurum umfram það sem kveður á um í kjarasamningi. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir það svíða ef til verkfalls komi, meðal annars í ljósi þeirra aðgerða borgarinnar til að koma til móts við leikskólakennara. „Síðastliðinn vetur lögðum við allt í sölurnar til að verja þessi kjör, meðal annars með sameiningum í yfirstjórn, niðurlagningu heimgreiðslna og fleiri hagræðingaraðgerðum,“ segir Oddný. „Við erum ánægð með að hafa getað varið kjör leikskólastarfsfólks en auðvitað svíður öllum að hugsanlegt verkfall bitni á leikskólabörnum, fjölskyldum þeirra og leikskólastarfi í landinu.“
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira