Munu leita til félagsdóms 17. ágúst 2011 10:00 Félag leikskólakennara mun leita til félagsdóms ef ekki kemst á hreint hversu langt leikskólastjórar mega ganga til að halda leikskólum opnum í boðuðu verkfalli leikskólakennara, sem hefst að óbreyttu á mánudag. Haraldur Freyr Gíslason, formaður félagsins, segir umræðuna um það hvort leikskólastjórnendum og ófaglærðu starfsfólki sé heimilt að manna stöður kennara í verkfalli eingöngu styrkja bakland leikskólakennara. „Ef verkfallsreglur verða brotnar munum við sinna verkfallsvörslu af fullum krafti. Og ef lagaleg túlkun verður áfram mismunandi, ef ekki mun liggja fyrir nein dómsniðurstaða eða lög sem taka á þessu, verður bara að láta á það reyna fyrir félagsdómi.“ „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að halda deildum opnum nema með því að hvetja til verkfallsbrota, sem almennt er ekki talinn góður stjórnunarháttur,“ segir Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Félags leikskólakennara. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), segir það lagalegt álitamál hvort stjórnendum leikskóla beri að sinna þeim deildum sem muni lokast í verkfallinu. „Við efumst ekki um að okkar álit sé rétt. En það eru auðvitað virtir aðilar hinum megin, þannig að klárlega er þetta álitamál,“ segir hann. Leikskólakennarar krefjast ellefu prósenta launaleiðréttingar til viðbótar við sambærilegar hækkanir og aðrir launamenn hafa samið um. Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum síðustu daga. Reykjavíkurborg greiðir nú leikskólakennurum umfram það sem kveður á um í kjarasamningi. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir það svíða ef til verkfalls komi, meðal annars í ljósi þeirra aðgerða borgarinnar til að koma til móts við leikskólakennara. „Síðastliðinn vetur lögðum við allt í sölurnar til að verja þessi kjör, meðal annars með sameiningum í yfirstjórn, niðurlagningu heimgreiðslna og fleiri hagræðingaraðgerðum,“ segir Oddný. „Við erum ánægð með að hafa getað varið kjör leikskólastarfsfólks en auðvitað svíður öllum að hugsanlegt verkfall bitni á leikskólabörnum, fjölskyldum þeirra og leikskólastarfi í landinu.“ Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Félag leikskólakennara mun leita til félagsdóms ef ekki kemst á hreint hversu langt leikskólastjórar mega ganga til að halda leikskólum opnum í boðuðu verkfalli leikskólakennara, sem hefst að óbreyttu á mánudag. Haraldur Freyr Gíslason, formaður félagsins, segir umræðuna um það hvort leikskólastjórnendum og ófaglærðu starfsfólki sé heimilt að manna stöður kennara í verkfalli eingöngu styrkja bakland leikskólakennara. „Ef verkfallsreglur verða brotnar munum við sinna verkfallsvörslu af fullum krafti. Og ef lagaleg túlkun verður áfram mismunandi, ef ekki mun liggja fyrir nein dómsniðurstaða eða lög sem taka á þessu, verður bara að láta á það reyna fyrir félagsdómi.“ „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að halda deildum opnum nema með því að hvetja til verkfallsbrota, sem almennt er ekki talinn góður stjórnunarháttur,“ segir Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Félags leikskólakennara. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), segir það lagalegt álitamál hvort stjórnendum leikskóla beri að sinna þeim deildum sem muni lokast í verkfallinu. „Við efumst ekki um að okkar álit sé rétt. En það eru auðvitað virtir aðilar hinum megin, þannig að klárlega er þetta álitamál,“ segir hann. Leikskólakennarar krefjast ellefu prósenta launaleiðréttingar til viðbótar við sambærilegar hækkanir og aðrir launamenn hafa samið um. Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum síðustu daga. Reykjavíkurborg greiðir nú leikskólakennurum umfram það sem kveður á um í kjarasamningi. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir það svíða ef til verkfalls komi, meðal annars í ljósi þeirra aðgerða borgarinnar til að koma til móts við leikskólakennara. „Síðastliðinn vetur lögðum við allt í sölurnar til að verja þessi kjör, meðal annars með sameiningum í yfirstjórn, niðurlagningu heimgreiðslna og fleiri hagræðingaraðgerðum,“ segir Oddný. „Við erum ánægð með að hafa getað varið kjör leikskólastarfsfólks en auðvitað svíður öllum að hugsanlegt verkfall bitni á leikskólabörnum, fjölskyldum þeirra og leikskólastarfi í landinu.“
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira