Fótbolti

Kolbeinn með mark í sigri AZ

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kolbeinn í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Kolbeinn í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Nordic Photos/Getty Images
Kolbeinn Sigurþórsson skoraði fyrra mark AZ Alkmaar í sigri liðsins á Roda í hollensku deildinni í kvöld, 1-2. Kolbeinn skoraði markið á 52. mínútu leiksins og kom AZ yfir í leiknum.

Mads Junker jafnaði leikinn fyrir heimamenn í Roda á 72. mínútu en Maarten Martens skoraði sigurmark AZ tveimur mínútum seinna.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliðinu hjá AZ en var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik. Kolbeinn var tekinn af velli þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. AZ fer upp í 4. sæti deildarinnar með sigrinum og er nú með 46 stig, 11 stigum á eftir PSV sem er á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×