Fótbolti

Alfreð lék allan leikinn með Lokeren

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Alfreð Finnbogason á góðri stund.
Alfreð Finnbogason á góðri stund. Mynd/Daníel
Alfreð Finnbogason og félagar hans í Lokeren gerðu 1-1 jafntefli við Lierse á heimavelli í belgísku deildinni í kvöld.

Alfreð lék allan leikinn með Lokeren sem komst yfir í leiknum á 10. mínútu með marki frá Nill De Pauw. Jürgen Cavens jafnaði metin fyrir gestina á 36. mínútu.

Heimamenn í Lokaren léku einum leikmanni fleirri lungann úr síðari hálfleik eftir að Kris De Wree, leikmaður Lierse, var rekinn af velli með rautt spjald.

Eftir leikinn er Lokeren í 5. sæti deildarinnar með 47 stig. Lokaumferð í deildakeppninni fer fram um næstu helgi en þá mæta Alfreð og félagar liðinu Sint-Truiden. Að deildakeppninni lokinni hefst úrslitakeppni í belgíska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×