Innlent

Kannast þú við tölurnar 2-9-16-17-38-42?

Boði Logason skrifar
Vinningsmiðinn var keyptur í söluturninum Jolla í Hafnarfirði. Spilarinn keypti miðann fyrir 50 krónur og vann 50 milljónir - sem er ágætt tímakaup.
Vinningsmiðinn var keyptur í söluturninum Jolla í Hafnarfirði. Spilarinn keypti miðann fyrir 50 krónur og vann 50 milljónir - sem er ágætt tímakaup. mynd/Hari
„Við höfum áhyggjur af því að sá sem vann hafi hent miðanum sínum og því hvet ég alla til að skoða miðana sína," segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar Getspá.

Vinningshafinn í Víkingalottóinu frá því í síðustu viku hefur ekki enn gefið sig fram. Spilarinn keypti miðann sinn í Söluturninum Jolla í Hafnarfirði á miðvikudaginn í síðustu viku.

„Það er liðin vika núna sem er svolítið sérstakt því þegar það eru svona stórir vinningar kemur fólk yfir strax til okkar. Við viljum koma vinningnum út," segir Stefán.

Vinningsmiðinn er einnar raðar miði með völdum tölum og kostaði aðeins 50 krónur sem skilaði sér margfalt til baka því vinningurinn var upp á rúmlega 50 milljónir króna.

Tölurnar á vinningsmiðanum eru: 2 – 9 - 16 – 17 - 38 og 42




Fleiri fréttir

Sjá meira


×