Erlent

Heyrði í systrunum gráta í klefa um borð í ferju

Systurnar Alessia og Livia
Systurnar Alessia og Livia
Tvíburasysturnar Alessia og Livia eru enn ófundnar en þeirra hefur verið leitað í Evrópu í ellefu daga án árangurs. Síðast sást til þeirra í ferju á leið til eyjarinnar Korsíku en þá voru þær með föður sínum í för.

Faðir stúlknanna, Matthias Schepp, nam þær á brott af heimili móður þeirra í Sviss fyrir ellefu dögum síðan. Hann framdi svo sjálfsmorð nokkrum dögum síðar þegar hann kastaði sér fyrir lest á Ítalíu. Leitað hefur verið af stúlkunum í Frakklandi, Sviss og Ítalíu, án árangurs.

Nú hefur kona stigið fram og sagt að hún hafi heyrt í stúlkunum gráta í klefa í ferju sem var á leið til eyjarinnar Korsíku. Konan gaf sig fram við lögreglu og segist að hún hafi séð þær leika sér á leikjasvæði í ferjunni stuttu eftir að hafa heyrt þær gráta.

Jacques Dallest, saksóknari í Marseilles í Frakklandi, segir að það sé mögulegt að faðir stúlknanna hafi drepið þær og kastað þeim frá borði. „Annar möguleiki er á hann hafi látið þær í umsjá hjá einhverjum. En eftir ellefu daga leit er það ólíklegt," segir hann.

Þá hefur þjónustu stúlka í bænum Cerignola á Ítalíu, þar sem faðirinn framdi sjálfsmorð, haldið því fram að hann hafi séð stúlkurnar tvær í fylgd föður síns. „Hann talaði með erlendum hreim og spurði mig hvar klósettið væri. Önnur stúlkan fór á klósettið en hin beið með föður sínum," segir afgreiðslustúlkan sem er handviss að stúlkarnir séu Alessia og Livia.

Þrátt fyrir umfangsmikla leit hefur ekkert spurst til systranna. Lögreglan í Sviss fékk í morgun leyfi til að leita í garði föðursins en engar fréttir hafa borist hvort að sú leit hefur borið árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×