Ungur drengur var fluttur með hraði á Landspítalann eftir alvarlegt sundlaugarslys á Selfossi á öðrum tímanum í dag. Lögreglubifreið og lögreglubifhjól veittu sjúkrabifreiðinni sérstakan forgang auk þess sem umferðarljósum var stýrt svo hægt væri að flytja drenginn hratt og örugglega á spítalann. Samkvæmt heimildum fréttastofu er drengurinn sjö ára. Ekki fengust upplýsingar um tildrög slyssins þegar eftir því var leitað.
Alvarlegt sundlaugarslys á Selfossi
