Drengurinn sem fluttur var með hraði til Reykjavíkur fyrr í dag eftir alvarlegt slys í Sundhöll Selfoss fannst meðvitundarlaus í innilaug sundhallarinnar.
Endurlífgun hófst þegar á staðnum að hálfu aðstandenda, starfsmanna og sundlaugargesta, en tveir lögreglumenn og sjúkraflutningamaður á frívakt auk björgunarsveitarmanns voru fyrir tilviljun staddir í lauginni. Farið var með drenginn, sem er á sjötta aldursári, á Barnaspítala Hringsins. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans.
