Læknar sem meðhöndluðu mann sem fann fyrir verkjum í eista urðu furðu lostnir þegar þeir skoðuðu röntgenmyndir af eistanu. Við þeim blasti mynd af andliti. Röntgenmyndin birtist í grein í vísindaritinu Urology og barst þaðan til allra helstu dagblaða og vefrita í heimi, enda þykir myndin einstök.
Morten Andersen, sem er sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum, segir í samtali við norska ríkisútvarpið að það gerist endrum og eins að þegar teknar eru myndir blasi við þeim form sem minni á aðra hluti. Andersen segir að í þessu tilfelli hafi orðið breytingar á eistanu og það þurfi ekki nema smá hugmyndaflug til þess að sjá andlitslögun.
Það fylgir sögunni að æxlið sem sjúklingurinn var með hafi verið góðkynja.
Með andlit á eista
Jón Hákon Halldórsson skrifar
