Hollenski stjórnmálamaðurinn Geert Wilders var í dag sýknaður af ásökunum um hatursáróður í garð múslima fyrir rétti í Hollandi.
Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að málflutningur Wilders væri móðgandi gagnvart múslimum og trúarbrögðum þeirra, væri hann þó innan þess ramma sem settur sé um pólitískar umræður í Hollandi.
Wilders heldur því fram að íslamstrú sé ofbeldisfull að upplagi og hefur hann krafist þess að múslimum verði bannað að flytja til Hollands.
Geert Wilders ekki sekur um hatursáróður
