Íslenski boltinn

Veigar dró sig úr landsliðinu vegna ágreinings við Ólaf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Veigar Páll fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu.
Veigar Páll fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Stefán
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, staðfesti á æfingu liðsins í morgun að Veigar Páll Gunnarsson hafi dregið sig úr liðinu vegna ágreinings þeirra á milli.

Ólafur vildi ekki láta annað hafa eftir sér nema að um ágreining þeirra á milli hafi verið að ræða. „Eftir það ákvað hann að yfirgefa hótelið,“ sagði Ólafur við Vísi í morgun.

Veigar Páll kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Noregi á föstudagskvöldið og spilaði síðustu mínúturnar.

Ekki hefur náðst í Veigar í dag vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×