Innlent

Bíll slökkviliðsstjóra notaður í útkall

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint úr safni
Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri brunavarna Suðurnesja, segir að í gærkvöldi og í nótt hafi allir sjúkrabílar slökkviliðsins verið samtímis í útköllum.

Í bréfi til fjölmiðla segir Jón að undanfarin ár hafi fjórir bílar verið til taks hjá slökkviliðinu en vegna niðurskurðar hefur fjórði bíllinn verið tekinn frá brunavörnunum og eftir standa þrír sjúkrabílar.

Hann segir að í nótt hafi komið beiðni um fjórða sjúkraflutninginn, en þar sem allir bílarnir hafi verið úti hafi verið brugðið á það ráð að senda sjúkraflutningamenn á bíl slökkviliðsstjóra í útkallið.

Hann segir að til að sinna útköllunum í nótt hafi þurft að kalla fimm auka starfsmenn til viðbótar við þá fjóra sem voru á vakt, „þannig var um 40% af fastráðnum starfsmönnum B.S.við vinnu í nótt.“

„Sjúkraflutningar  eru sannanlega grunnþjónusta og þegar þrengt er að mjög svo að mililvægum rekstri HSS,  finnum við hjá B.S. mjög fyrir auknu álagi á starfsemina og er nauðsyðnlegt að standa þéttan vörð um þá þjónustu sem B.S. veitir íbúum Suðurnesja,“ segir ennfremur í bréfinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×