Reynslusaga úr bjarnarkjafti 29. ágúst 2011 09:59 Mynd/AFP Hópur breskra barna á skólaferðalagi á Svalbarða varð fyrir árás ísbjarnar nú fyrr í mánuðinum. Patrick Flinders, 16 ára strákur, sem tókst á við björninn með berum höndum kom fram í viðtali í gær og sagði ítarlega frá atburðunum. Björninn réðist inn í tjaldbúðir nemendanna aðfaranótt 15. ágúst, særði nokkra og drap einn þeirra. Sérstakir vírar og viðbúnaður sem hannaður var til að hræða birni burt virkaði ekki þegar á hólminn var komið. Talið er að búnaðurinn hafi verið rangt upp settur. Patrick segist snemma hafa tekið eftir því að leiðsögumennirnir sem stjórnuðu ferðalaginu bjuggu ekki yfir nægilegri reynslu til að stýra slíkri ferð. Hvorugur leiðsögumannanna hafði áður séð ísbjörn. Patrick deildi tjaldi með Horatio Chapple, 17 ára strák sem lét lífið í árásinni. Patrick segir frá því hvernig tjaldið hans féll skyndilega saman undan gríðarlegum þunga. Hann horfði á þegar björninn greip hönd annars leiðsögumannsins í kjaftinn, eftir að byssa klikkaði og hleypti ekki af í fjögur skipti. Þá sneri björninn sér að Patrick með trýnið atað í blóði. „Ég hélt ég myndi deyja og lokaði augunum þéttingsfast," segir Patrick. Það næsta sem hann vissi var að björninn hafði höfuð hans í kjaftinum. Hann barðist um á hæl og hnakka og sló björninn í höfuðið í örvæntingarfullri tilraun til að sleppa meðan hann „heyrði höfuðkúpu sína bresta". Hann neitar því að vera hetja, segist aðeins hafa kýlt björninn því hann var að „slást um líf mitt". Skurðlæknar fundu brot úr tönnum bjarnarins í höfuðleðri Patrick þegar þeir reyndu að tjasla honum saman, en Patrick er með mikil sár á höfði og skakkt auga. Að lokum tókst leiðangursstjóranum að skjóta björninn og drepa hann. Faðir Patrick skoðar nú möguleikan á málsókn á hendur þeim sem skipulögðu leiðangurinn vegna reynsluleysis leiðsögumannanna. Hér má nálgast ítarlegri útdrátt úr viðtalinu: http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/norway/8728065/Norway-polar-bear-attack-boy-who-fought-killer-animal-says-Arctic-guides-too-inexperienced.html Tengdar fréttir Ísbjörn reif átján ára pilt á hol Ísbjörn á Svalbarða reif í sig átján ára breskan pilt sem þar var á ferðalagi. Fjórir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir árás bjarnarins, að því er fréttastofa Sky greinir frá. Hópurinn var í skólaferðalagi á Svalbarða og eru hin slösuðu öll talin vera í kring um átján ára aldurinn. Alls var um 90 manna hópur á vegum skólans á Svalbarða. Breska sendiráðið í Noregi er með málið til skoðunar. Norsk yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að björninn hafi verið drepinn. Hinir slösuðu hafa verið fluttir á sjúkrahús í Tromso en árásin átti sér stað nálægt jöklinum Von Post. 5. ágúst 2011 11:55 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Hópur breskra barna á skólaferðalagi á Svalbarða varð fyrir árás ísbjarnar nú fyrr í mánuðinum. Patrick Flinders, 16 ára strákur, sem tókst á við björninn með berum höndum kom fram í viðtali í gær og sagði ítarlega frá atburðunum. Björninn réðist inn í tjaldbúðir nemendanna aðfaranótt 15. ágúst, særði nokkra og drap einn þeirra. Sérstakir vírar og viðbúnaður sem hannaður var til að hræða birni burt virkaði ekki þegar á hólminn var komið. Talið er að búnaðurinn hafi verið rangt upp settur. Patrick segist snemma hafa tekið eftir því að leiðsögumennirnir sem stjórnuðu ferðalaginu bjuggu ekki yfir nægilegri reynslu til að stýra slíkri ferð. Hvorugur leiðsögumannanna hafði áður séð ísbjörn. Patrick deildi tjaldi með Horatio Chapple, 17 ára strák sem lét lífið í árásinni. Patrick segir frá því hvernig tjaldið hans féll skyndilega saman undan gríðarlegum þunga. Hann horfði á þegar björninn greip hönd annars leiðsögumannsins í kjaftinn, eftir að byssa klikkaði og hleypti ekki af í fjögur skipti. Þá sneri björninn sér að Patrick með trýnið atað í blóði. „Ég hélt ég myndi deyja og lokaði augunum þéttingsfast," segir Patrick. Það næsta sem hann vissi var að björninn hafði höfuð hans í kjaftinum. Hann barðist um á hæl og hnakka og sló björninn í höfuðið í örvæntingarfullri tilraun til að sleppa meðan hann „heyrði höfuðkúpu sína bresta". Hann neitar því að vera hetja, segist aðeins hafa kýlt björninn því hann var að „slást um líf mitt". Skurðlæknar fundu brot úr tönnum bjarnarins í höfuðleðri Patrick þegar þeir reyndu að tjasla honum saman, en Patrick er með mikil sár á höfði og skakkt auga. Að lokum tókst leiðangursstjóranum að skjóta björninn og drepa hann. Faðir Patrick skoðar nú möguleikan á málsókn á hendur þeim sem skipulögðu leiðangurinn vegna reynsluleysis leiðsögumannanna. Hér má nálgast ítarlegri útdrátt úr viðtalinu: http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/norway/8728065/Norway-polar-bear-attack-boy-who-fought-killer-animal-says-Arctic-guides-too-inexperienced.html
Tengdar fréttir Ísbjörn reif átján ára pilt á hol Ísbjörn á Svalbarða reif í sig átján ára breskan pilt sem þar var á ferðalagi. Fjórir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir árás bjarnarins, að því er fréttastofa Sky greinir frá. Hópurinn var í skólaferðalagi á Svalbarða og eru hin slösuðu öll talin vera í kring um átján ára aldurinn. Alls var um 90 manna hópur á vegum skólans á Svalbarða. Breska sendiráðið í Noregi er með málið til skoðunar. Norsk yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að björninn hafi verið drepinn. Hinir slösuðu hafa verið fluttir á sjúkrahús í Tromso en árásin átti sér stað nálægt jöklinum Von Post. 5. ágúst 2011 11:55 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Ísbjörn reif átján ára pilt á hol Ísbjörn á Svalbarða reif í sig átján ára breskan pilt sem þar var á ferðalagi. Fjórir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir árás bjarnarins, að því er fréttastofa Sky greinir frá. Hópurinn var í skólaferðalagi á Svalbarða og eru hin slösuðu öll talin vera í kring um átján ára aldurinn. Alls var um 90 manna hópur á vegum skólans á Svalbarða. Breska sendiráðið í Noregi er með málið til skoðunar. Norsk yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að björninn hafi verið drepinn. Hinir slösuðu hafa verið fluttir á sjúkrahús í Tromso en árásin átti sér stað nálægt jöklinum Von Post. 5. ágúst 2011 11:55