Skýrslur í salt þegar ölvaðir aka á staura 20. maí 2011 10:00 Dagbjartur Sigurbrandsson. Seint gengur hjá gatnadeild borgarinnar að fá upplýsingar um nöfn og tryggingafélög þeirra sem aka á ljósastaura og umferðarljós ef ökumennirnir eru drukknir eða dópaðir. Sumir eru ótryggðir að sögn starfsmanns gatnadeildar. Mynd/GVA Ökumenn í Reykjavík valda miklu tjóni með því að aka á umferðarljós og ljósastaura. Stundum reynist erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir gatnadeild borgarinnar að ná til þeirra. Dagbjartur Sigurbrandsson hjá gatnadeild segir að þegar ekið sé á eignir borgarinnar og þær skemmdar þá sé óskað eftir því við lögreglu að fá gefið upp bílnúmer og tryggingafélag svo unnt sé að fá tjónið greitt. Það sé ekkert vandamál að fá tjónaskýrslur þegar ökumenn hafi verið allsgáðir. „En ef menn eru drukknir eða undir öðrum áhrifum og keyra á staur fáum við ekkert um þá og skýrslan er í salti. Það er verið að hlífa þeim sem síst skyldi," segir Dagbjartur og útskýrir að borgin fái ekki aðgang að málum þessara manna fyrr en þeim sé lokið. Oft líði langur tími. Á meðan þurfi borgin að bera kostnaðinn. „Svo kemur fyrir að menn eru tryggingalausir. Það er gríðarlega alvarlegt að menn skuli voga sér að keyra án trygginga," segir Dagbjartur sem kveður tryggingar þó bæta slík tjón. Kostnaðurinn sé síðan innheimtur hjá ökumanninum. Dagbjartur, sem hefur verið yfir fjóra áratugi hjá gatnadeildinni, segist oft hafa komið að þar sem drukknir ökumenn hafi verið á ferð. „Ein kona fór með framendann á bílnum svo langt upp eftir staurnum að bílinn stóð upp á endann. Hún var svo drukkin að hún vissi hvorki hvað hún hét né hvar hún var. En við fengum þó upp úr henni að hún væri að koma af hestamannamóti," segir hann og bætir við að stundum reyni menn að stinga af. „Sumir eru reyndar svo kurteisir að þeir skilja bílnúmerið og jafnvel brettið eftir." Að sögn Dagbjarts hefur heildartjónið vegna skemmda á staurum ekki verið tekið saman. Hann nefnir nýlegt dæmi af ljósastaur sem ekinn var niður. Reikningurinn þar hljóðaði upp á tæpar 409 þúsund krónur. Og stundum hverfi ljósin hreinlega: „Fyrir nokkrum árum var keyrður niður staur á mótum Listabrautar og Kringlunnar. Á honum var einn stór haus sem var horfinn og fannst ekki þrátt fyrir eftirgrennslan. Tveimur árum síðar var gerð húsleit vegna fíkniefna. Þá fannst hausinn tengdur inni í einu herberginu. Þar var hann notaður sem diskóljós. Og þetta var stærri gerðin." gar@frettabladid.is Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ökumenn í Reykjavík valda miklu tjóni með því að aka á umferðarljós og ljósastaura. Stundum reynist erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir gatnadeild borgarinnar að ná til þeirra. Dagbjartur Sigurbrandsson hjá gatnadeild segir að þegar ekið sé á eignir borgarinnar og þær skemmdar þá sé óskað eftir því við lögreglu að fá gefið upp bílnúmer og tryggingafélag svo unnt sé að fá tjónið greitt. Það sé ekkert vandamál að fá tjónaskýrslur þegar ökumenn hafi verið allsgáðir. „En ef menn eru drukknir eða undir öðrum áhrifum og keyra á staur fáum við ekkert um þá og skýrslan er í salti. Það er verið að hlífa þeim sem síst skyldi," segir Dagbjartur og útskýrir að borgin fái ekki aðgang að málum þessara manna fyrr en þeim sé lokið. Oft líði langur tími. Á meðan þurfi borgin að bera kostnaðinn. „Svo kemur fyrir að menn eru tryggingalausir. Það er gríðarlega alvarlegt að menn skuli voga sér að keyra án trygginga," segir Dagbjartur sem kveður tryggingar þó bæta slík tjón. Kostnaðurinn sé síðan innheimtur hjá ökumanninum. Dagbjartur, sem hefur verið yfir fjóra áratugi hjá gatnadeildinni, segist oft hafa komið að þar sem drukknir ökumenn hafi verið á ferð. „Ein kona fór með framendann á bílnum svo langt upp eftir staurnum að bílinn stóð upp á endann. Hún var svo drukkin að hún vissi hvorki hvað hún hét né hvar hún var. En við fengum þó upp úr henni að hún væri að koma af hestamannamóti," segir hann og bætir við að stundum reyni menn að stinga af. „Sumir eru reyndar svo kurteisir að þeir skilja bílnúmerið og jafnvel brettið eftir." Að sögn Dagbjarts hefur heildartjónið vegna skemmda á staurum ekki verið tekið saman. Hann nefnir nýlegt dæmi af ljósastaur sem ekinn var niður. Reikningurinn þar hljóðaði upp á tæpar 409 þúsund krónur. Og stundum hverfi ljósin hreinlega: „Fyrir nokkrum árum var keyrður niður staur á mótum Listabrautar og Kringlunnar. Á honum var einn stór haus sem var horfinn og fannst ekki þrátt fyrir eftirgrennslan. Tveimur árum síðar var gerð húsleit vegna fíkniefna. Þá fannst hausinn tengdur inni í einu herberginu. Þar var hann notaður sem diskóljós. Og þetta var stærri gerðin." gar@frettabladid.is
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira