Erlent

Eitraði fyrir kennaranum sínum

Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint.
Þrettán ára gamall piltur frá Flórdía í Bandaríkjunum er sagður hafa látið lyfseðilsskylt lyf í kaffið hjá kennara sínum til að hefna sín á henni eftir að hún æpti á hann í tíma.

Kennarinn fór heim út skólanum og sagði samkennurum sínum að hún finndi fyrir flökurleika og væri syfjuð.

Orðrómur á meðal nemenda, þess efnis að pilturinn hafi eitrað fyrir kennaranum, varð til þess að lögreglan talaði við piltinn. Hann játaði að hafa sett lyfið Clonidine út í kaffi kennarans eftir að hún skammaði hann fyrir framan allan bekkinn.

Clonidine er oftast notað til að lækka of háan blóðþrýsting. Lyfið hægir á hjartslættinum og þrengir æðar í líkamnum. Pilturinn sagði lögreglu að hann notaði lyfið áður en hann fer að sofa.

Mál hans er nú til rannsóknar hjá skólayfirvöldum og lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×