Nemendur krefjast þess að ráðuneytið hlusti 23. ágúst 2011 15:58 Nemendur niðri í ráðuneyti. Mynd/Gísli Berg 40 nemendur úr Kvikmyndaskóla Íslands sitja nú fyrir utan skrifstofur menntamálaráðuneytisins. Þeir krefjast þess að ráðuneytið hlusti á skólann og tilboð frá honum. „Þetta ættu að vera vægast sagt ásættanleg tilboð miðað við aðra skóla úti í heimi," segir Ari Birgir Ágústsson, talsmaður nemenda. Kvikmyndaskóli Íslands hlaut um 278 þúsunda króna fjárveitingu með hverjum nemanda árið 2010, miðað við um 10 milljóna króna framlag Danska kvikmyndaskólans og þess norska. Þessar tölur koma fram á www.stadreyndir.com Ari segist persónulega tilbúinn til að sitja allt þar til niðurstaða fæst í málið og ríkið semur við skólann. Hann gerir þó fastlega ráð fyrir því að þeim verði hent út fljótlega. Viðbrögð ráðuneytisins við setumótmælunum voru að bjóða nemendum á fund til að ræða kröfur þeirra. Þeir afþökkuðu fundarboðið. „Við erum ekki að sækjast eftir fundum. Nennum ekki að láta brjóta okkur ennþá meira niður," segir Ari. Í samtali við fréttastofu benti Ari ítrekað á að nú séu 38 nemendur Kvikmyndaskólans komnir á atvinnuleysisbætur. Það kosti ríkið töluvert meira en skólin þarf til að halda rekstrinum gangandi. Ríkið hafi nú milli þessara kosta tveggja að velja. „Það er mjög skrítið að ráðuneytið segist ekki hafa fjármagn til að verða við kröfum skólans en geti engu að síður haft okkur öll á atvinnuleysisbótum," segir Ari. Aðspurður veit hann ekki hvort nemendurnir muni snúa aftur á morgun. „Það hefur ekkert verið ákveðið um það. En við munum halda áfram að gera eitthvað." Tengdar fréttir Setumótmæli í menntamálaráðuneytinu Nemendur við Kvikmyndaskóla Íslands mættu í menntamálaráðuneytið í dag og tóku sér þar stöðu í svokölluðum setumótmælum. 23. ágúst 2011 15:11 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
40 nemendur úr Kvikmyndaskóla Íslands sitja nú fyrir utan skrifstofur menntamálaráðuneytisins. Þeir krefjast þess að ráðuneytið hlusti á skólann og tilboð frá honum. „Þetta ættu að vera vægast sagt ásættanleg tilboð miðað við aðra skóla úti í heimi," segir Ari Birgir Ágústsson, talsmaður nemenda. Kvikmyndaskóli Íslands hlaut um 278 þúsunda króna fjárveitingu með hverjum nemanda árið 2010, miðað við um 10 milljóna króna framlag Danska kvikmyndaskólans og þess norska. Þessar tölur koma fram á www.stadreyndir.com Ari segist persónulega tilbúinn til að sitja allt þar til niðurstaða fæst í málið og ríkið semur við skólann. Hann gerir þó fastlega ráð fyrir því að þeim verði hent út fljótlega. Viðbrögð ráðuneytisins við setumótmælunum voru að bjóða nemendum á fund til að ræða kröfur þeirra. Þeir afþökkuðu fundarboðið. „Við erum ekki að sækjast eftir fundum. Nennum ekki að láta brjóta okkur ennþá meira niður," segir Ari. Í samtali við fréttastofu benti Ari ítrekað á að nú séu 38 nemendur Kvikmyndaskólans komnir á atvinnuleysisbætur. Það kosti ríkið töluvert meira en skólin þarf til að halda rekstrinum gangandi. Ríkið hafi nú milli þessara kosta tveggja að velja. „Það er mjög skrítið að ráðuneytið segist ekki hafa fjármagn til að verða við kröfum skólans en geti engu að síður haft okkur öll á atvinnuleysisbótum," segir Ari. Aðspurður veit hann ekki hvort nemendurnir muni snúa aftur á morgun. „Það hefur ekkert verið ákveðið um það. En við munum halda áfram að gera eitthvað."
Tengdar fréttir Setumótmæli í menntamálaráðuneytinu Nemendur við Kvikmyndaskóla Íslands mættu í menntamálaráðuneytið í dag og tóku sér þar stöðu í svokölluðum setumótmælum. 23. ágúst 2011 15:11 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
Setumótmæli í menntamálaráðuneytinu Nemendur við Kvikmyndaskóla Íslands mættu í menntamálaráðuneytið í dag og tóku sér þar stöðu í svokölluðum setumótmælum. 23. ágúst 2011 15:11