Kínverskir úrvalsnemendur klára BA-próf í íslensku 18. ágúst 2011 23:00 Gísli Hvanndal útskrifar sextán Kínverja með BA-gráðu í íslensku við Háskólann í Beijing næsta vor. fréttablaðið/stefán Umvafinn nemendum Hér er Gísli ásamt nemendum sínum og þáverandi sendherra Íslands, Gunnari Snorra Gunnarssyni, fyrir utan skólastofuna í Beijing. „Þeir eru margir í fjölskyldum nemendanna sem hneykslast á þeim að eyða tíma í að læra minnsta tungumál í heimi. Þau eru hins vegar alsæl og finnst námið skemmtilegt,“ segir Gísli Hvanndal, sem útskrifar sextán nemendur með BA-gráðu í íslensku við Háskólann í Beijing næsta vor. Gísli hefur verið búsettur í Kína undanfarin þrjú ár en það var af einskærri ævintýraþrá sem hann sótti um vinnuna. „Ég var að kenna útlendingum íslensku í Alþjóðahúsinu og frétti þar að Menntamálaráðuneytið væri að leita eftir kennara í Kína. Ég ætlaði alltaf bara að prófa þetta í eitt ár en þau eru nú orðin þrjú,“ segir Gísli, sem er staddur hér á landi í fríi. Gísli starfar við Háskóla erlendra fræða við Beijing-háskóla, eins og það kallast á íslensku, en í skólanum eru kennd hátt í 50 tungumál. Nemendurnir eru valdir inn af kostgæfni og aðeins þeir bestu fá pláss við skólann. „Skólinn er eins konar útungunarvél fyrir kínversku utanríkisþjónustuna og státar sig af því að hafa útskrifað 500 sendiherra og yfir þúsund diplómata.“ Nemendur Gísla eru fæddir "89 og "90 og segir Gísli að um hóp úrvalsnemenda sé að ræða. Þau eru orðin seig í íslenskunni og flest hafa komið hingað í skiptinám. „Þetta er góður hópur en erfiðast þykir þeim að læra framburðinn. Kennslan fer öll fram á íslensku núna og gengur það mjög vel,“ segir Gísli sem sjálfur talar ekki kínversku og fór kennslan því fram á ensku fyrst um sinn. Hann man vel eftir þeim degi þegar námið byrjaði en það var 6. október árið 2008. „Við fengum heldur dramatíska byrjun á náminu og þá var aðalgrínið í kínverska samfélaginu að Kína ætti bara að kaupa Ísland. Forsenda fyrir kennslunni breyttist því frá fyrsta degi enda hefur íslenskum fyrirtækjum í Kína fækkað á síðustu árum.“ Nemendur hans njóta líka góðs af því að læra tungumál Íslendinga. „Til dæmis þætti námið ekki frétt í stærra landi,“ segir Gísli hlæjandi og bætir við að allir nemendur hans fengu að vinna við íslenska básinn á heimssýningunni í Sjanghæ í fyrra og margir fengið að vera í starfsnámi í íslenska sendiráðinu í Beijing. „Ég ætla að fylgja nemendum mínum eftir og vera eitt ár til viðbótar. Svo held ég að það sé komið nóg af Kína í bili og ætla að koma heim.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira
Umvafinn nemendum Hér er Gísli ásamt nemendum sínum og þáverandi sendherra Íslands, Gunnari Snorra Gunnarssyni, fyrir utan skólastofuna í Beijing. „Þeir eru margir í fjölskyldum nemendanna sem hneykslast á þeim að eyða tíma í að læra minnsta tungumál í heimi. Þau eru hins vegar alsæl og finnst námið skemmtilegt,“ segir Gísli Hvanndal, sem útskrifar sextán nemendur með BA-gráðu í íslensku við Háskólann í Beijing næsta vor. Gísli hefur verið búsettur í Kína undanfarin þrjú ár en það var af einskærri ævintýraþrá sem hann sótti um vinnuna. „Ég var að kenna útlendingum íslensku í Alþjóðahúsinu og frétti þar að Menntamálaráðuneytið væri að leita eftir kennara í Kína. Ég ætlaði alltaf bara að prófa þetta í eitt ár en þau eru nú orðin þrjú,“ segir Gísli, sem er staddur hér á landi í fríi. Gísli starfar við Háskóla erlendra fræða við Beijing-háskóla, eins og það kallast á íslensku, en í skólanum eru kennd hátt í 50 tungumál. Nemendurnir eru valdir inn af kostgæfni og aðeins þeir bestu fá pláss við skólann. „Skólinn er eins konar útungunarvél fyrir kínversku utanríkisþjónustuna og státar sig af því að hafa útskrifað 500 sendiherra og yfir þúsund diplómata.“ Nemendur Gísla eru fæddir "89 og "90 og segir Gísli að um hóp úrvalsnemenda sé að ræða. Þau eru orðin seig í íslenskunni og flest hafa komið hingað í skiptinám. „Þetta er góður hópur en erfiðast þykir þeim að læra framburðinn. Kennslan fer öll fram á íslensku núna og gengur það mjög vel,“ segir Gísli sem sjálfur talar ekki kínversku og fór kennslan því fram á ensku fyrst um sinn. Hann man vel eftir þeim degi þegar námið byrjaði en það var 6. október árið 2008. „Við fengum heldur dramatíska byrjun á náminu og þá var aðalgrínið í kínverska samfélaginu að Kína ætti bara að kaupa Ísland. Forsenda fyrir kennslunni breyttist því frá fyrsta degi enda hefur íslenskum fyrirtækjum í Kína fækkað á síðustu árum.“ Nemendur hans njóta líka góðs af því að læra tungumál Íslendinga. „Til dæmis þætti námið ekki frétt í stærra landi,“ segir Gísli hlæjandi og bætir við að allir nemendur hans fengu að vinna við íslenska básinn á heimssýningunni í Sjanghæ í fyrra og margir fengið að vera í starfsnámi í íslenska sendiráðinu í Beijing. „Ég ætla að fylgja nemendum mínum eftir og vera eitt ár til viðbótar. Svo held ég að það sé komið nóg af Kína í bili og ætla að koma heim.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira