Fótbolti

Bara töluð portúgalska í úrslitaleik HM 20 ára landsliða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Henrique var sáttur í leikslok.
Henrique var sáttur í leikslok. Mynd/Nordic Photos/Getty
Portúgal og Brasilía mætast í úrslitaleik HM 20 ára sem fram fer í Kólumbíu þessa dagana en undanúrslitaleikirnir kláruðust í nótt. Brasilía er fyrrum nýlenda Portúgala og það verður væntanlega bara töluð portúgalska í úrslitaleiknum sem fram fer á laugardaginn kemur.

Portúgal vann 2-0 sigur á Frakklandi í sínum undanúrslitaleik þar sem markvörðurinn Mika (Benfica) hélt hreinu í sjötta leiknum í röð. Danilo Pereira (Parma á Ítalíu) kom Portúgal í 1-0 með skallamarki á 9. mínútu og Nelson Oliveira (Benfica) skoraði seinna markið úr víti á 40. mínútu.

Henrique (Sao Paulo) tryggði Brasilíu 2-0 sigur á Mexíkó í hinum undanúrslitaleiknum með því að skora tvö mörk á síðustu tíu mínútunum. Henrique hefur skorað fimm mörk í keppninni og er markahæstur ásamt Spánverjanum Alvaro Vazquez (Espanyol).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×