Innlent

Grunaður stútur velti bíl - farþegi kastaðist út

Ökumaður velti bifreið á Sæbrautinni í nótt. Fjórir farþegar voru í bílnum og kastaðist einn þeirra út þegar bíllinn valt. Þá þurfti að klippa annan út úr bílnum eftir veltuna.

Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður. Þá er talið að vatnselgur á götunni hafi einnig orðið til þess að maðurinn missti stjórn á bílnum.

Tveir voru fluttir upp á spítala með sjúkrabíl eftir slysið. En ekki er talið að meiðsl þeirra sé eru alvarleg.

Alls stöðvaði lögreglan fjóra ökumenn sem óku undir áhrifum vímuefna í nótt.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um minniháttar líkamsárás á veitingastað við Austurstræti í nótt. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi slegið fórnarlamb sitt í höfuðið með smáborði. Færa þurfti fórnarlambið á slysadeild en meiðsl þess voru ekki alvarleg. Sauma þurfti engu að síður nokkur spor í höfuð þess sem varð fyrir borðinu. Lögreglan leitar gerandans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×