Innlent

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

Holtavörðuheiði. Myndin er úr safni.
Holtavörðuheiði. Myndin er úr safni.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú í morgunsárið segir að vegir séu víðast hvar auðir, þó hálkublettir séu á Holtavörðuheiði. Þá eru ökumenn sem eiga leið um Mosfellsbæ minntir á að verið er að byggja göngubrú yfir Vesturlandsveg við Krikahverfi og hefur vegurinn verið þrengdur tímabundið.

Þá standa einnig framkvæmdir yfir á Hafnarfjarðarvegi við gatnamót Álftanesvegar í Engidal. Unnið er að rýmkun gatnamótanna og breytingu á umferðarljósum. Vegfarendur eru hvattir til að sýna fyllstu aðgát við vinnusvæði og fylgja þeim merkingum sem uppi eru hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×