Innlent

Kosið um formann klukkan tvö

Bjarni og Hanna berjast um formannsembættið.
Bjarni og Hanna berjast um formannsembættið.
Fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins ganga til kosninga um embætti formanns klukkan tvö í dag og velja þar á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Bjarna Benediktssonar.

Þá verður kosið til varaformanns stuttu síðar en einn hefur lýst yfir framboði gegn Ólöfu Nordal, sitjandi varaformanni, en það er séra Halldór Gunnarsson. Niðurstöður úr formanns- og varaformannskjöri ættu að liggja fyrir um klukkan fjögur í dag.

Ályktanir verða afgreiddar fyrir hádegi en margir bíða spenntir eftir ályktun flokksins um utanríkismál. Björn Bjarnason og Friðrik Sophusson, fyrrverandi ráðherrar,  lögðu í gær fram breytingartillögu í ályktun utanríkismálanefndar um að gera beri hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og að þær yrðu ekki hafnar að nýju fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hægt verður að fylgjast með kosningunum beint á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×