Innlent

Hryllilegar afleiðingar umferðaslysa - læknir hélt þrungna ræðu

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Læknir á bráðamóttökunni segir ekki erfitt að hlúa að fórnarlömbum umferðarslysa á meðan hægt er að bjarga lífi. Gríðarlega erfitt sé hins vegar að segja aðstandendum að ástvinur þeirra sé látinn. Landsmenn minntust fórnarlamba umferðarslysa í dag.

Starfshópur innanríkisráðuneytisins um áratug aðgerða í umferðaröryggismálum stóðu fyrir einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömb umferðarslysa í dag. Þar minntist forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sérstaklega þeirra sem starfa á vettvangi umferðarslysa.

„Og öllum þeim sem koma til bjargar og sinna því verki að tryggja að og reyna eftir fremsta megin að líf tapist ekki," sagði Ólafur Ragnar.

Þá gáfu nokkrir viðbragðsaðilar innsýn inn í hvernig það væri að koma að slysum, meðferð og björgun fólks sem lendir í umferðarslysum.

„Það er ekki erfitt að vinna við slysin á meðan getur gert það sem maður á að gera og allt gengur upp, þá getur maður farið heim og sofið vel. En það er hitt sem er erfitt því raunverulegu fórnarlömb umferðarslysanna eru þau sem eru eftirlifandi, það eru þeir sem finna til," sagði Viðar Magnússon, læknir á bráðamóttökunni.

Hann segir erfiðast að bera aðstandendum fregnir af því þegar börn hafa látist.

„Þannig þegar ég fer og þarf að tilkynna það, er því ekki lokið. Þá fer ég inn í næsta herbergi og hringi í fjölskyldu mína og athuga hvort það sé ekki í lagi með börnin mín," segir Viðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.