Hvalaskoðunarmenn styðja ekki þvinganir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. júlí 2011 12:17 Hvalur. Mynd/ AFP. Hvalaskoðunarmenn styðja ekki þvinganir eins og þær sem bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga vegna hvalveiða. Þeir segja þó veiðarnar fæli frá fjölda ferðamanna á hverju ári. Bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna hvalveiða. Þau telja íslensk stjórnvöld grafa undan markmiðum alþjóðlegra sáttmála um bann við hvalveiðum. Bandaríkjaforseti mun innan tveggja mánaða ákveða hvort að gripið verið til aðgerða gegn Íslendingum og ef þá hvaða aðgerða. Hvalaskoðunarfyrirtæki hér á landi hafa lengi haldið því fram að veiðarnar skaði ferðaþjónustuna og vilja að þeim verði hætt. Rannveig Grétarsdóttir er formaður Hvalaskoðunarsamtakanna og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. „Við styðjum ekki svona þvinganir en ég skil hvers vegna þeir eru að því. Af því að Íslendingar hafa ekkert tekið neinum sönsum varðandi hvalveiðarnar. En við getum ekki stutt þær og við höfum yfirleitt reynt að tala fólk til um að sniðganga ekki Ísland eða íslenskar afurðir. Heldur styðja eins og ferðaþjónustuna eins og hvalaskoðunina og koma til Íslands,“ segir Rannveig. Hún segir veiðarnar hafa áhrif á ferðamenn. Við fáum alveg slatta af fyrirspurnum varðandi hvalveiðarnar og bréf um það að fólk ætli ekki að koma og vilji ekki koma hingað meðan við erum að stunda hvalveiðar. Við höfum líka fengið neitun frá ferðaskrifstofum um að hitta okkur erlendis út af hvalveiðunum. Við reynum náttúrulega einnig að tala þær til og benda þeim á að það skipti máli að styðja hvalaskoðunina og ferðaþjónustuna. Hrefnuveiðarnar í Faxaflóanum hafa bein áhrif á hvalaskoðun. Flestir ferðamenn sem fara í hvalaskoðun fara í hvalaskoðun hér frá Reykjavík. Það er verið að veita hrefnurnar rétt hjá bátunum. Það hefur klárlega áhrif á okkur og við finnum fyrir breytingum. Það virðist vera erfitt að koma þeim skilaboðum á framfæri til stjórnvalda að þetta er virkilega að hafa áhrif á okkur og við höfum áhyggjur af rekstrinum og næstu árum ef þetta heldur svona áfram,“ segir Rannveig. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hvalaskoðunarmenn styðja ekki þvinganir eins og þær sem bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga vegna hvalveiða. Þeir segja þó veiðarnar fæli frá fjölda ferðamanna á hverju ári. Bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna hvalveiða. Þau telja íslensk stjórnvöld grafa undan markmiðum alþjóðlegra sáttmála um bann við hvalveiðum. Bandaríkjaforseti mun innan tveggja mánaða ákveða hvort að gripið verið til aðgerða gegn Íslendingum og ef þá hvaða aðgerða. Hvalaskoðunarfyrirtæki hér á landi hafa lengi haldið því fram að veiðarnar skaði ferðaþjónustuna og vilja að þeim verði hætt. Rannveig Grétarsdóttir er formaður Hvalaskoðunarsamtakanna og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. „Við styðjum ekki svona þvinganir en ég skil hvers vegna þeir eru að því. Af því að Íslendingar hafa ekkert tekið neinum sönsum varðandi hvalveiðarnar. En við getum ekki stutt þær og við höfum yfirleitt reynt að tala fólk til um að sniðganga ekki Ísland eða íslenskar afurðir. Heldur styðja eins og ferðaþjónustuna eins og hvalaskoðunina og koma til Íslands,“ segir Rannveig. Hún segir veiðarnar hafa áhrif á ferðamenn. Við fáum alveg slatta af fyrirspurnum varðandi hvalveiðarnar og bréf um það að fólk ætli ekki að koma og vilji ekki koma hingað meðan við erum að stunda hvalveiðar. Við höfum líka fengið neitun frá ferðaskrifstofum um að hitta okkur erlendis út af hvalveiðunum. Við reynum náttúrulega einnig að tala þær til og benda þeim á að það skipti máli að styðja hvalaskoðunina og ferðaþjónustuna. Hrefnuveiðarnar í Faxaflóanum hafa bein áhrif á hvalaskoðun. Flestir ferðamenn sem fara í hvalaskoðun fara í hvalaskoðun hér frá Reykjavík. Það er verið að veita hrefnurnar rétt hjá bátunum. Það hefur klárlega áhrif á okkur og við finnum fyrir breytingum. Það virðist vera erfitt að koma þeim skilaboðum á framfæri til stjórnvalda að þetta er virkilega að hafa áhrif á okkur og við höfum áhyggjur af rekstrinum og næstu árum ef þetta heldur svona áfram,“ segir Rannveig.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira