Innlent

Þingmaður féll í götuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjöldi fólks mótmælir á Austurvelli.
Fjöldi fólks mótmælir á Austurvelli.
Mótmælandi kastaði eggi í höfuð Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns VG, þegar hann gekk úr Alþingishúsið í Dómkirkjuna í morgun. Við þetta féll Árni í jörðina. Hann steig aftur upp og virtist ekki hafa orðið meint af.

Samkvæmt fréttamanni Stöðvar 2 og Vísis sem er á Austurvelli er nokkur tugur lögreglumanna samankominn til þess að fylgjast með því að allt fari vel fram.

Þingmenn gengu til kirkju í morgun, eins og venja er en þau Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Lilja Mósesdóttir ákváðu að sleppa guðsþjónustunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×