Innlent

Vörðu ráðherra og þingmenn með regnhlífum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn og öryggisverðir á vegum Alþingis nýttu regnhlífar til þess að hlífa ráðherrum og þingmönnum við eggjakasti þegar gengið var frá Dómkirkjunni til Alþingishússins, þar sem setning Alþingis fór fram. Það kom þó ekki í veg fyrir að fjöldi þingmanna yrði útbíaður í eggjum sem kastað var af Austurvelli. Sigurjón Ólason, Þorsteinn Magnússon og Gísli Berg, sem allir eru starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, voru staddir á Austurvelli og fönguðu stemninguna. Hákon Logi Sigurðarson klippti myndskeiðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×