Innlent

18 skátar fengu Forsetamerki

Á Bessastöðum í dag
Á Bessastöðum í dag
Árleg afhending Forsetamerkis skátahreyfingarinnar fór fram í Bessastaðakirkjuí dag 1. október að viðstöddum viðtakendum viðurkenningarinnar, forystufólki BÍS, og aðstandendum viðtakenda. 

Forsetamerkið er æðsta viðurkenning sem dróttskátar geta unnið að og að baki viðurkenningarinnar liggur mikil vinna hjá þeim er merkið hljóta. 

Þetta var í fertugasta skiptið sem Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhendir Forsetamerkið í Bessastaðakirkju  og hafa þegar tæplega 1300 skátar hlotið þessa viðurkenningu á þessum 46 árum, en að þessu sinni voru viðtakendur 18.

Í ræðu Forsetans minnti hann skátanna á það hversu gott og þróttmikið starf skátahreyfingin sé búin að vinna frá upphafi og að hún sé búin að marka spor í sögu þjóðfélagins.

Forsetinn rifjaði upp þau ár sem hann starfaði sem skáti er hann bjó sem barn á Ísafirði og fyrstu árin eftir að hann flutti til Reykjavíkur og varð veðurtepptur í skátaskálanum á Ísafirði með flokknum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×