Óhrædd við að alhæfa um þjóðir á útbreiddri tungu 14. nóvember 2011 22:00 Lóa sendi frá sér bók í síðustu viku þar sem hún alhæfir um þjóðir á skemmtilegan hátt. fréttablaðið/vilhelm Lóa Hjálmtýsdóttir er söngkona FM Belfast en teiknar líka myndasögur. Hún hefur sent frá sér enska útgáfu bókarinnar Alhæft um þjóðir og óttast ekki viðbrögð þjóðanna sem alhæft er um. „Ég held að flestum finnist gaman að alhæfa um þjóðir,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, söngkona FM Belfast og myndasöguhöfundur. Lóa sendi í síðustu viku frá sér rassvasabókina Generalizations about Nations, sem er ensk útgáfa bókar hennar, Alhæft um þjóðir, sem kom út árið 2009. Í bókunum myndskreytir Lóa furðulegar alhæfingar um 60 þjóðir sem eru flestar sprotnar úr hugarheimi hennar. Á meðal þess sem hún alhæfir er að Þjóðverjar séu svo uppteknir að fortíðinni að þeir verði gleymnir, að japanskar konur séu úrillar á morgnanna og að fátt gleðji börn á Havaí meira en lík sem reka á land. En óttast hún viðbrögðin, nú þegar búið er að þýða bókina á útbreiddara tungumál? „Nei. Þetta er náttúrulega grín. Svo er ég ekkert svo viss um að hún fari á mikið á flakk,“ segir Lóa og bætir við að hörð viðbrögð geti virkað sem afbragðs auglýsing. „Fólk fattar ekki að með því að vera rosalega æst og skrifa ofstækisfullar hatursgreinar um eitthvað, þá auglýsir það bara hlutinn frekar.“ Lóa segist þó hafa lent í því að fólk telji hana vera með fordóma gagnvart fólki, en hún vísar því til föðurhúsanna enda sé hún að bulla í bókunum. „Þetta er ekki vísindalegt,“ segir hún. Alhæfingarnar eiga ekkert skylt við algengar alhæfingar, eins og að Danir séu leiðinlegir eða Finnar þynglyndir. „Ég geri eiginlega grín að því. Sumir segja að Skotar séu nískir, hvað veit fólk um það?“ Þannig að þú óttast ekki að t.d. Þjóðverjar taki grínið óstinnt upp? „Nei, Þjóðverjar eru rosa næs fólk.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Lóa Hjálmtýsdóttir er söngkona FM Belfast en teiknar líka myndasögur. Hún hefur sent frá sér enska útgáfu bókarinnar Alhæft um þjóðir og óttast ekki viðbrögð þjóðanna sem alhæft er um. „Ég held að flestum finnist gaman að alhæfa um þjóðir,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, söngkona FM Belfast og myndasöguhöfundur. Lóa sendi í síðustu viku frá sér rassvasabókina Generalizations about Nations, sem er ensk útgáfa bókar hennar, Alhæft um þjóðir, sem kom út árið 2009. Í bókunum myndskreytir Lóa furðulegar alhæfingar um 60 þjóðir sem eru flestar sprotnar úr hugarheimi hennar. Á meðal þess sem hún alhæfir er að Þjóðverjar séu svo uppteknir að fortíðinni að þeir verði gleymnir, að japanskar konur séu úrillar á morgnanna og að fátt gleðji börn á Havaí meira en lík sem reka á land. En óttast hún viðbrögðin, nú þegar búið er að þýða bókina á útbreiddara tungumál? „Nei. Þetta er náttúrulega grín. Svo er ég ekkert svo viss um að hún fari á mikið á flakk,“ segir Lóa og bætir við að hörð viðbrögð geti virkað sem afbragðs auglýsing. „Fólk fattar ekki að með því að vera rosalega æst og skrifa ofstækisfullar hatursgreinar um eitthvað, þá auglýsir það bara hlutinn frekar.“ Lóa segist þó hafa lent í því að fólk telji hana vera með fordóma gagnvart fólki, en hún vísar því til föðurhúsanna enda sé hún að bulla í bókunum. „Þetta er ekki vísindalegt,“ segir hún. Alhæfingarnar eiga ekkert skylt við algengar alhæfingar, eins og að Danir séu leiðinlegir eða Finnar þynglyndir. „Ég geri eiginlega grín að því. Sumir segja að Skotar séu nískir, hvað veit fólk um það?“ Þannig að þú óttast ekki að t.d. Þjóðverjar taki grínið óstinnt upp? „Nei, Þjóðverjar eru rosa næs fólk.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira