Við erum ekki næstfeitust - í versta falli sjötta feitasta þjóðin 14. nóvember 2011 15:31 Við erum ekki næst feitasta þjóðin á Vesturlöndum samkvæmt Stefáni Hrafni Jónssyni, lektor við HÍ, sem gagnrýnir fjölmiðla og rannsókn sem var gerð um offitu Íslendinga. Í fréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að Íslendingar væru orðnir næstfeitasta þjóð, ýmist í heimi, á Vesturlöndum eða meðal OECD-ríkja, næst á eftir Bandaríkjamönnum. Í grein sem Stefán skrifaði og birtist á Vísi í dag segir hann framsetningu rannsóknarinnar villandi og fréttin um að við værum orðin næst feitasta þjóðin einfaldlega röng. „Áhugavert er að vita hvernig slík villa kemst í fréttatíma. Líklega er um að ræða sambland af fjórum þáttum. Ruglingur í meðferð hugtaka, skort á gagnrýnum lestri upplýsinga, of hröð vinnubrögð á fréttastofum og of frjálsleg framsetning niðurstaðna í skýrslu," skrifar Stefán Hrafn. Svo skrifar Stefán Hrafn:Stefán Hrafn Jónsson.„Líklegt má telja að hefðu fréttamenn gefið sér betri tíma í vinnslu fréttarinnar og kynnt sér helstu hugtök hefði þessi ranga frétt ekki farið í loftið. Hins vegar er rétt að benda á að skýrslan sjálf var ekki nægjanlega vel unnin. Í skýrslunni er nokkrum þjóðum raðað á lista eftir því hversu stór hluti íbúa er samtals annars vegar í ofþyngd og hins vegar í offitu. Á þennan lista vantar nokkrar af þeim þjóðum sem líklegar eru til að ná hátt ef gögn væru aðgengileg. Við erum sem sagt næsthæst á meingölluðum samanburði sem byggir á meingallaðri mælingu." Hversu feit erum við þá? Stefán Hrafn skrifar: „Við lesum rétt úr umræddri skýrslu og sjáum að Íslendingar eru alls ekki næst feitust í heimi. Við erum í sjötta sæti á lista allmargra þjóða, á eftir Bandaríkjamönnum, Mexíkómönnum, Nýsjálendingum, Bretum og Austurríkismönnum. Við gætum mögulega verið enn neðar ef mælingar fást frá fleiri löndum." Hægt er að lesa grein Stefáns í heild sinni í viðhengi hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Eru Íslendingar feitastir? Nýlega var fjallað um í fréttum sjónvarpsstöðvar að Íslendingar væru orðnir næstfeitasta þjóð, ýmist í heimi, á Vesturlöndum eða meðal OECD-ríkja, næst á eftir Bandaríkjamönnum. Nokkuð var fjallað um málið í dægurmálaþáttum á útvarpsstöðvum og ljóst var á máli fjölmiðlafólks að það hafði töluverða áhyggjur af heilsu og velferð samlanda sinna. 14. nóvember 2011 11:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Við erum ekki næst feitasta þjóðin á Vesturlöndum samkvæmt Stefáni Hrafni Jónssyni, lektor við HÍ, sem gagnrýnir fjölmiðla og rannsókn sem var gerð um offitu Íslendinga. Í fréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að Íslendingar væru orðnir næstfeitasta þjóð, ýmist í heimi, á Vesturlöndum eða meðal OECD-ríkja, næst á eftir Bandaríkjamönnum. Í grein sem Stefán skrifaði og birtist á Vísi í dag segir hann framsetningu rannsóknarinnar villandi og fréttin um að við værum orðin næst feitasta þjóðin einfaldlega röng. „Áhugavert er að vita hvernig slík villa kemst í fréttatíma. Líklega er um að ræða sambland af fjórum þáttum. Ruglingur í meðferð hugtaka, skort á gagnrýnum lestri upplýsinga, of hröð vinnubrögð á fréttastofum og of frjálsleg framsetning niðurstaðna í skýrslu," skrifar Stefán Hrafn. Svo skrifar Stefán Hrafn:Stefán Hrafn Jónsson.„Líklegt má telja að hefðu fréttamenn gefið sér betri tíma í vinnslu fréttarinnar og kynnt sér helstu hugtök hefði þessi ranga frétt ekki farið í loftið. Hins vegar er rétt að benda á að skýrslan sjálf var ekki nægjanlega vel unnin. Í skýrslunni er nokkrum þjóðum raðað á lista eftir því hversu stór hluti íbúa er samtals annars vegar í ofþyngd og hins vegar í offitu. Á þennan lista vantar nokkrar af þeim þjóðum sem líklegar eru til að ná hátt ef gögn væru aðgengileg. Við erum sem sagt næsthæst á meingölluðum samanburði sem byggir á meingallaðri mælingu." Hversu feit erum við þá? Stefán Hrafn skrifar: „Við lesum rétt úr umræddri skýrslu og sjáum að Íslendingar eru alls ekki næst feitust í heimi. Við erum í sjötta sæti á lista allmargra þjóða, á eftir Bandaríkjamönnum, Mexíkómönnum, Nýsjálendingum, Bretum og Austurríkismönnum. Við gætum mögulega verið enn neðar ef mælingar fást frá fleiri löndum." Hægt er að lesa grein Stefáns í heild sinni í viðhengi hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Eru Íslendingar feitastir? Nýlega var fjallað um í fréttum sjónvarpsstöðvar að Íslendingar væru orðnir næstfeitasta þjóð, ýmist í heimi, á Vesturlöndum eða meðal OECD-ríkja, næst á eftir Bandaríkjamönnum. Nokkuð var fjallað um málið í dægurmálaþáttum á útvarpsstöðvum og ljóst var á máli fjölmiðlafólks að það hafði töluverða áhyggjur af heilsu og velferð samlanda sinna. 14. nóvember 2011 11:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Eru Íslendingar feitastir? Nýlega var fjallað um í fréttum sjónvarpsstöðvar að Íslendingar væru orðnir næstfeitasta þjóð, ýmist í heimi, á Vesturlöndum eða meðal OECD-ríkja, næst á eftir Bandaríkjamönnum. Nokkuð var fjallað um málið í dægurmálaþáttum á útvarpsstöðvum og ljóst var á máli fjölmiðlafólks að það hafði töluverða áhyggjur af heilsu og velferð samlanda sinna. 14. nóvember 2011 11:00