Erlent

Einn valdamesti maður veraldar handtekinn

Joaquin 'El Chapo' Guzmán. Myndin var tekin árið 1993.
Joaquin 'El Chapo' Guzmán. Myndin var tekin árið 1993. Mynd / AP
Herinn í Mexíkó handtók einn valdamesta mann veraldar að mati Forbes tímaritsins. Hann er einnig talinn vera með ríkustu mönnum jarðar. Hann byggir hinsvegar auð sinn á fíkniefnum og grimmdarverkum.

Joaquin "El Chapo" Guzmán hefur verið á flótta í tíu ár. Hann er leiðtogi Sinaloa fíkniefnamafíunnar í Mexíkó, sem er ein sú alræmdasta þar í landi. Herinn tilkynnti í gær að þeir hefðu handtekið Guzmán sem hefur farið huldu höfði eftir ævintýralegan flótta úr fangelsi árið 2001.

Um er að ræða stórsigur fyrir mexíksósku ríkisstjórnina, sem hefur skorið upp herör gegn öflugum fíkniefnahringjum í Mexíkó. Stríð á milli gengjanna hefur kostað þúsundir lífið og vilja sumir meina að átökin séu lítið annað en borgarastríð, enda eru klíkurnar vel vopnum búnar, gríðarlega skipulagðar og svífast einskins.

Til þess að átta sig á umfangi fíkniefnamafíunnar, þá gefur það glögga mynd, að Gusmán, er metinn á milljarð dollara. Þá útnefndi Forbes tímaritið hann einn voldugasta mann veraldar á þessu ári.

Gusmán er sakaður um að vera ábyrgur fyrir fjöldamorðum, íkveikjum og kúgunum, auk stórfelldrar fíkniefnasölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×