Um 250 ofbeldismenn skulda fórnarlömbunum bætur 1. júlí 2011 07:30 Sex konur og 241 karl eru ekki borgunarmenn fyrir bótum sem þau hafa verið dæmd til að greiða vegna ofbeldis. Málin eru 306, af því að sumir hafa ráðist á fleiri en eitt fórnarlamb. Mynd/Stefán Karlsson Ofbeldismenn sem ekki hafa greitt fórnarlömbum sínum bætur samkvæmt ákvörðun bótanefndar eru 247 talsins, sex konur og 241 karl, að því er Erna Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar hjá Sýslumanninum á Blönduósi, greinir frá. „Málin sem eru til innheimtu eru alls 306 og nemur heildarfjárhæðin 266.487.729 krónum með vöxtum og kostnaði. Innheimtumiðstöðin tók við innheimtunni vorið 2008 og fékk þá inn öll mál en þau voru áður innheimt af fjársýslu ríkisins og lögmönnum.“ Tveir ofbeldismannanna hafa verið dæmdir til að greiða bætur vegna sjö mála hvor, tveir vegna fimm mála hvor, tveir vegna fjögurra mála hvor, níu vegna þriggja mála hver og fimmtán vegna tveggja mála hver, að því er Erna greinir frá. Ógreidd mál frá árinu 2008 eru 150, að því er fram kemur í upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins. Frá 2009 eru 118 mál ógreidd, 23 frá 2010 og 15 það sem af er þessu ári. „Menn hafa getað samið við Innheimtumiðstöðina um að fá að greiða sektirnar á löngum tíma og fá þá til dæmis að greiða 5.000 krónur á mánuði,“ segir Erna. Um 130 til 160 milljónir króna eru greiddar úr ríkissjóði ár hvert til þolenda ofbeldisbrota. Frá 2006 hafa borist um 400 umsóknir á ári um bætur. Um 25 prósentum þeirra er hafnað. Hámarksbætur sem ríkissjóður greiðir fyrir líkamstjón eru 2,5 milljónir króna en fyrir miska 600 þúsund krónur. Ef um kynferðisbrot er að ræða greiðir ríkið eingöngu miskabætur. Innanríkisráðherra ákvað fyrr í þessum mánuði að láta skoða samsetningu bóta til fórnarlamba ofbeldismanna. „Tillögum að breytingum verður skilað innan skamms,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Siglufirði, sem hefur umsjón með greiðslu bótanna. - ibs Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Ofbeldismenn sem ekki hafa greitt fórnarlömbum sínum bætur samkvæmt ákvörðun bótanefndar eru 247 talsins, sex konur og 241 karl, að því er Erna Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar hjá Sýslumanninum á Blönduósi, greinir frá. „Málin sem eru til innheimtu eru alls 306 og nemur heildarfjárhæðin 266.487.729 krónum með vöxtum og kostnaði. Innheimtumiðstöðin tók við innheimtunni vorið 2008 og fékk þá inn öll mál en þau voru áður innheimt af fjársýslu ríkisins og lögmönnum.“ Tveir ofbeldismannanna hafa verið dæmdir til að greiða bætur vegna sjö mála hvor, tveir vegna fimm mála hvor, tveir vegna fjögurra mála hvor, níu vegna þriggja mála hver og fimmtán vegna tveggja mála hver, að því er Erna greinir frá. Ógreidd mál frá árinu 2008 eru 150, að því er fram kemur í upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins. Frá 2009 eru 118 mál ógreidd, 23 frá 2010 og 15 það sem af er þessu ári. „Menn hafa getað samið við Innheimtumiðstöðina um að fá að greiða sektirnar á löngum tíma og fá þá til dæmis að greiða 5.000 krónur á mánuði,“ segir Erna. Um 130 til 160 milljónir króna eru greiddar úr ríkissjóði ár hvert til þolenda ofbeldisbrota. Frá 2006 hafa borist um 400 umsóknir á ári um bætur. Um 25 prósentum þeirra er hafnað. Hámarksbætur sem ríkissjóður greiðir fyrir líkamstjón eru 2,5 milljónir króna en fyrir miska 600 þúsund krónur. Ef um kynferðisbrot er að ræða greiðir ríkið eingöngu miskabætur. Innanríkisráðherra ákvað fyrr í þessum mánuði að láta skoða samsetningu bóta til fórnarlamba ofbeldismanna. „Tillögum að breytingum verður skilað innan skamms,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Siglufirði, sem hefur umsjón með greiðslu bótanna. - ibs
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira