Innlent

Sveitarstjórn fær ekki að taka ákvarðanir um lokun Dyrhólaeyjar

Dyrhólaey er vinsæll ferðamannastaður, en er talin í heldur slæmu ásigkomulagi, meðal annars vegna átroðnings.
Dyrhólaey er vinsæll ferðamannastaður, en er talin í heldur slæmu ásigkomulagi, meðal annars vegna átroðnings.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps mun ekki hafa vald til að kveða á um opnun og lokun Dyrhólaeyjar. Umhverfisstofnun fer áfram með það vald og mun halda áfram að sníða þær ákvarðanir eftir sömu stöðlum og verið hefur hingað til.

Samkvæmt talsmanni Umhverfisstofnunar mun samningurinn sem gerður var milli Umhverfisstofnunar og sveitarfélagsins einungis fela sveitarstjórninni að hafa umsjón með svæðinu, enda þyrfti lagaheimild til að framselja ákvarðanir til sveitastjórnarinnar á borð við þá sem Umhverfisstofnun tekur um opnun og lokun eynnar. Umsjónarsamningurinn sem undirritaður var í gær felur sveitarfélaginu því einungis almenna umsjón með svæðinu.

Í sumar verður unnið að því að bæta innviði friðlandsins, og verða þá meðal annars lagðir göngustígar á svæðinu til að draga úr átroðningi, auk þess sem salernisaðstöðu verður komið upp. Talsmaður Umhverfisstofnunar segir að mat stofnunarinnar á lokun eynnar muni fara fram með sama móti og verið hefur hingað til, en ákvarðanirnar eru teknar á grundvelli úttektar náttúru- og fuglafræðinga á svæðinu.


Tengdar fréttir

Bóndi ósáttur við samning um Dyrhólaey

Þorsteinn Gunnarsson, bóndi að Vatnsskarðshólum, segir gerð umsjónarsamnings um Dyrhólaey sem Umhverfisráðuneytið staðfesti í gær, vega að réttindum og stöðu landeigenda. Hann segir samninginn hafa verið gerðan án viðhlítandi samráðs.

Umsjónarsamningur um Dyrhólaey samþykktur

Umhverfisráðuneytið hefur staðfest samning um umsjón og rekstur friðlandsins í Dyrhólaey sem gerður var af Umhverfisstofnun og sveitarfélaginu Mýrdalshreppi. Í samningnum er meðal annars kveðið á um réttindi og skyldur samningsaðila, mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir, landvörslu, menntun starfsmanna, móttöku ferðamanna og fræðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×