Enski boltinn

Walcott, Fábregas og Song gætu allir náð næsta leik Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott og Cesc Fábregas.
Theo Walcott og Cesc Fábregas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gæti fengið þrjá sterka leikmenn til baka eftir meiðsli fyrir næsta leik liðsins sem verður á móti Blackburn um næstu helgi. Alex Song, Theo Walcott og Cesc Fábregas eru allir á réttri leið.

Alex Song var tæpur á hné fyrir úrslitaleik deildarbikarsins á móti Birmingham City en fékk síðan högg í leiknum. Arsenal-menn bjuggust ekki við að hann yrði lengi frá en hann er síðan búinn að missa af fimm leikjum. Song er enn í endurhæfingu en er byrjaður að æfa takmarkað með liðinu.

Fábregas fer í skoðun í dag þar sem kemur í ljóst hvort hann megi byrja að æfa að fullu á nýjan leik. Fábregas hefur verið að glíma við tognun í læri og meiddist síðast í seinni leiknum á móti Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Walcott hefur ekki spilað síðan að hann meiddist á ökkla í sigrinum á Stoke City sem fram fór 23. febrúar. Hann er hinsvegar allur að koma til og ætti að geta náð Blackburn-leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×