Fréttaskýring: Örvæntingarfull barátta í Japan 18. mars 2011 20:00 Erfiðlega hefur gengið að kæla niður kjarnaofna kjarnorkuversins í Fukushima. Stefnt var á að tengja bráðabirgðarafmagnsleiðslu við verið í gær til að koma kælikerfum í gang á ný. Geislavirkni hækkaði eftir að vatni var sprautað með háþrýstislöngum á einn ofninn. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í kjarnorkuverinu mjög alvarlegt, en þó ekki óviðráðanlegt. Kælikerfi versins hefur verið í ólagi allar götur síðan jarðskjálftinn mikli reið þar yfir á föstudag með flóðbylgju í kjölfarið. Unnið var að því að koma rafmagni aftur á með bráðabirgðalínu til að koma kælikerfunum í gang á ný. Tilraunir til að dæla sjó á ofnkjarnana hafa gengið brösuglega, með þeim afleiðingum að geislamengun hefur aukist. Japönsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að upplýsingaflæði frá þeim um ástandið hefur verið takmarkað. Yukia Amano, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, hélt til Japans í gær til að kynna sér ástandið af eigin raun og bæta upplýsingaflæðið.Úrelt öryggiskerfi Fyrir hálfu öðru ári gagnrýndu bandarískir stjórnarerindrekar japanska embættismenn fyrir andvaraleysi í kjarnorkuöryggi. Þetta kemur fram í skeytum frá sendiráði Bandaríkjanna í Austurríki, sem birt hafa verið á vefsíðunni Wikileaks. Í skjölunum kemur fram að Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi einnig gagnrýnt Japana, og sagt öryggiskerfi í japönskum kjarnorkuverum vera orðin úrelt. Starfsfólk, sem unnið hefur í verinu síðustu daga, hefur orðið fyrir bæði meiðslum og geislamengun. Tveggja starfsmanna var saknað í gær, einn hefur fótbrotnað og tveir veiktust skyndilega. Starfsfólkinu hefur verið fjölgað úr 70 í 180 svo hægt sé að skipta örar um vaktir, því fólk má ekki vera of lengi á svæðinu til að verða ekki fyrir of mikilli geislamengun. Japanar hafa margir hverjir farið fögrum orðum um hugrekki starfsmannanna, en aðrir hafa hneykslast á því að fólk sé látið stofna heilsu sinni og lífi í voða með því að senda það til starfa á svæðinu. Hættu hefur verið lýst yfir á stóru svæði í kringum verið. Enginn, nema starfsfólkið, má koma inn á hringlaga svæði í 20 kílómetra radíus frá verinu og mannaferðir eru bannaðar utandyra í tuttugu kílómetra breiðum hring þar fyrir utan.Illviðráðanlegt Alls eru sex kjarnaofnar í verinu. Þrír þeirra, númer eitt til þrjú, voru í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir og hafa alvarlegar skemmdir orðið á þeim öllum. Sprenging varð í kjarnaofni 1 á laugardag og einhver bráðnun varð í kjarna ofnsins, en svo virðist sem tekist hafi að ná tökum á ástandinu þar. Á mánudag varð sprenging í ofni 3, að því er virðist með þeim afleiðingum að hlífðarbygging utan um ofninn skemmdist og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið. Talið er að enn sé geislamengun frá honum. Sprenging varð svo í ofni 2 á þriðjudag sem einnig olli skemmdum á hlífðarbyggingu. Bráðnun varð í kjarna ofnsins og enn streymir hvít gufa eða reykur út í andrúmsloftið.Ofnar númer 4 til 6 voru ekki í notkun þegar jarðskjálftinn varð því unnið var að viðhaldi á þeim. Þrátt fyrir það varð sprenging í ofni 4 á þriðjudaginn og eldur hefur brotist þar út oftar en einu sinni. Svo virðist sem notaðar eldsneytisstengur, sem áttu að vera á kafi í vatni, hafi verið berskjaldaðar, að minnsta kosti í einhvern tíma, með þeim afleiðingum að geislavirk efni bárust frá þeim út í andrúmsloftið. Engin skýring hefur verið gefin á því af hverju þetta gerðist í ofni, sem ekki var í notkun, en getgátur hafa verið um að vatn hafi verið tekið þaðan til að kæla einhvern hinna ofnanna. Allt virðist vera með kyrrum kjörum í ofnum númer 5 og 6. Gregory Jaczko, formaður kjarnorkueftirlitsnefndar Bandaríkjaþings, hélt því fram að allt vatn væri farið úr eldsneytisgeymslu eins kjarnaofnanna, en japanskir embættismenn sögðu það ekki rétt. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að kæla niður kjarnaofna kjarnorkuversins í Fukushima. Stefnt var á að tengja bráðabirgðarafmagnsleiðslu við verið í gær til að koma kælikerfum í gang á ný. Geislavirkni hækkaði eftir að vatni var sprautað með háþrýstislöngum á einn ofninn. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í kjarnorkuverinu mjög alvarlegt, en þó ekki óviðráðanlegt. Kælikerfi versins hefur verið í ólagi allar götur síðan jarðskjálftinn mikli reið þar yfir á föstudag með flóðbylgju í kjölfarið. Unnið var að því að koma rafmagni aftur á með bráðabirgðalínu til að koma kælikerfunum í gang á ný. Tilraunir til að dæla sjó á ofnkjarnana hafa gengið brösuglega, með þeim afleiðingum að geislamengun hefur aukist. Japönsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að upplýsingaflæði frá þeim um ástandið hefur verið takmarkað. Yukia Amano, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, hélt til Japans í gær til að kynna sér ástandið af eigin raun og bæta upplýsingaflæðið.Úrelt öryggiskerfi Fyrir hálfu öðru ári gagnrýndu bandarískir stjórnarerindrekar japanska embættismenn fyrir andvaraleysi í kjarnorkuöryggi. Þetta kemur fram í skeytum frá sendiráði Bandaríkjanna í Austurríki, sem birt hafa verið á vefsíðunni Wikileaks. Í skjölunum kemur fram að Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi einnig gagnrýnt Japana, og sagt öryggiskerfi í japönskum kjarnorkuverum vera orðin úrelt. Starfsfólk, sem unnið hefur í verinu síðustu daga, hefur orðið fyrir bæði meiðslum og geislamengun. Tveggja starfsmanna var saknað í gær, einn hefur fótbrotnað og tveir veiktust skyndilega. Starfsfólkinu hefur verið fjölgað úr 70 í 180 svo hægt sé að skipta örar um vaktir, því fólk má ekki vera of lengi á svæðinu til að verða ekki fyrir of mikilli geislamengun. Japanar hafa margir hverjir farið fögrum orðum um hugrekki starfsmannanna, en aðrir hafa hneykslast á því að fólk sé látið stofna heilsu sinni og lífi í voða með því að senda það til starfa á svæðinu. Hættu hefur verið lýst yfir á stóru svæði í kringum verið. Enginn, nema starfsfólkið, má koma inn á hringlaga svæði í 20 kílómetra radíus frá verinu og mannaferðir eru bannaðar utandyra í tuttugu kílómetra breiðum hring þar fyrir utan.Illviðráðanlegt Alls eru sex kjarnaofnar í verinu. Þrír þeirra, númer eitt til þrjú, voru í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir og hafa alvarlegar skemmdir orðið á þeim öllum. Sprenging varð í kjarnaofni 1 á laugardag og einhver bráðnun varð í kjarna ofnsins, en svo virðist sem tekist hafi að ná tökum á ástandinu þar. Á mánudag varð sprenging í ofni 3, að því er virðist með þeim afleiðingum að hlífðarbygging utan um ofninn skemmdist og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið. Talið er að enn sé geislamengun frá honum. Sprenging varð svo í ofni 2 á þriðjudag sem einnig olli skemmdum á hlífðarbyggingu. Bráðnun varð í kjarna ofnsins og enn streymir hvít gufa eða reykur út í andrúmsloftið.Ofnar númer 4 til 6 voru ekki í notkun þegar jarðskjálftinn varð því unnið var að viðhaldi á þeim. Þrátt fyrir það varð sprenging í ofni 4 á þriðjudaginn og eldur hefur brotist þar út oftar en einu sinni. Svo virðist sem notaðar eldsneytisstengur, sem áttu að vera á kafi í vatni, hafi verið berskjaldaðar, að minnsta kosti í einhvern tíma, með þeim afleiðingum að geislavirk efni bárust frá þeim út í andrúmsloftið. Engin skýring hefur verið gefin á því af hverju þetta gerðist í ofni, sem ekki var í notkun, en getgátur hafa verið um að vatn hafi verið tekið þaðan til að kæla einhvern hinna ofnanna. Allt virðist vera með kyrrum kjörum í ofnum númer 5 og 6. Gregory Jaczko, formaður kjarnorkueftirlitsnefndar Bandaríkjaþings, hélt því fram að allt vatn væri farið úr eldsneytisgeymslu eins kjarnaofnanna, en japanskir embættismenn sögðu það ekki rétt.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira