16 farþegar drukknuðu þegar skemmtibátur sökk nærri Hanoi borg í Víetnam í gær. Málið er hinn mesti harmleikur en farþegarnir voru að fagna þriggja ára afmæli lítils drengs.
Hann fórst ásamt móður sinni og 6 ára gömlum bróður. Skipstjórinn er grunaður um að vera ábyrgur fyrir slysinu en í ljós hefur komið að báturinn hafði ekki undirgengist öryggisskoðun.
Þess má geta að sex íslenskar stúlkur voru hætt komnar á sömum slóðum í apríl síðastliðnum.
16 drukknuðu í barnaafmæli
