Erlent

Strauss-Kahn flæktur í nýtt kynlifshneyksli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sífellt fleiri fréttir berast af Strauss-Kahn og meintum kynlífsbrotum hans.
Sífellt fleiri fréttir berast af Strauss-Kahn og meintum kynlífsbrotum hans. mynd/ afp.
Dominique Strauss-Kahn er flæktur í rannsókn lögreglunnar á vændishring í Frakklandi og Belgíu, eftir því sem franska blaðið Journal du Dimanche greinir frá.

Samkvæmt heimildum blaðsins tók Strauss-Kahn, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þátt í kynlífi með vændiskonum í New York fáeinum dögum áður en hann var kærður fyrir að hafa beitt herbergisþernu kynferðislegu ofbeldi. Mál herbergisþernunnar var látið niður falla.

Strauss-Kahn hefur, enn sem komið er, ekki verið kærður vegna nýja málsins en lögreglan er nú að rannsaka bókanir á flugferðum til þess að kanna hvort nafn hans komi upp. Lögmaður Strauss-Kahn segir að skjólstæðingur sinn muni svara öllum spurningum málsins til þess að útkljá málið. Það hafi hingað til aftur á móti ekki verið þörf á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×