Nýr kjarasamningur í nótt JMG skrifar 3. maí 2011 18:56 Búist er við að nýir kjarasamningar til þriggja ára náist í kvöld eða nótt. Sáttatónn er í forsvarsmönnum Samtaka Atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sem nú funda í Karphúsinu. Allt annað hljóð var í Gylfa Arnbjörnssyni og Vilmundi Jósefssyni í dag eftir ósætti undanfarnar vikur. „Við höfum verið að bera saman bækur okkar í morgun og ákváðum að freista þess að það væri kannski okkar ábyrgð fólgin í því í ljósi þessara aðstæðan að gera lokatilraun til þess að ná þessu saman í sátt og hér gæti fæðst einhver samningur og ætlum að taka okkur daginn og kvöldið í að reyna að ná saman, sagði Gylfi Arnbjörnsson. Hann segir að ansi djúp gjá hafi myndast í samskiptum milli samtakanna á undanförnum vikum og því hafi verkalýðshreyfingin sett í gang vinnu að verkfallsboðun. Hins vegar verði nú reynt að ná málamiðlun beggja aðila. Skilyrði ASÍ sé fyrst og fremst að launahækkanir þessa árs séu fastar í hendi. „Jafnframt er engin launung á því að bæði vildum við sjálf hér áður og atvinnurekendur lagt á það áherslu að stefna að þriggja ára samningi og við höfum alltaf sagt að ef að efni í þeim samningi er ásættanlegt þá getum við skoðað það," segir Gylfi Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka Atvinnulífsins er bjartsýnn á viðræðurnar í kvöld. „Það þarf í rauninni bara að við þurfum að setjast yfir hlutina og jafna þann ágreining sem hugsanlega er í einhverjum málum og með því að við séum allir saman stilltir inn á það að klára málin þá á þetta að takast," segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Vilmundur segir að samtökin séu tilbúin í þriggja ára samningin eftir ásættanleg vilyrði frá ríkisstjórninni. Vilmundur á von á vöffluboði í Karphúsinu í nótt ef vel gengur. Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Búist er við að nýir kjarasamningar til þriggja ára náist í kvöld eða nótt. Sáttatónn er í forsvarsmönnum Samtaka Atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sem nú funda í Karphúsinu. Allt annað hljóð var í Gylfa Arnbjörnssyni og Vilmundi Jósefssyni í dag eftir ósætti undanfarnar vikur. „Við höfum verið að bera saman bækur okkar í morgun og ákváðum að freista þess að það væri kannski okkar ábyrgð fólgin í því í ljósi þessara aðstæðan að gera lokatilraun til þess að ná þessu saman í sátt og hér gæti fæðst einhver samningur og ætlum að taka okkur daginn og kvöldið í að reyna að ná saman, sagði Gylfi Arnbjörnsson. Hann segir að ansi djúp gjá hafi myndast í samskiptum milli samtakanna á undanförnum vikum og því hafi verkalýðshreyfingin sett í gang vinnu að verkfallsboðun. Hins vegar verði nú reynt að ná málamiðlun beggja aðila. Skilyrði ASÍ sé fyrst og fremst að launahækkanir þessa árs séu fastar í hendi. „Jafnframt er engin launung á því að bæði vildum við sjálf hér áður og atvinnurekendur lagt á það áherslu að stefna að þriggja ára samningi og við höfum alltaf sagt að ef að efni í þeim samningi er ásættanlegt þá getum við skoðað það," segir Gylfi Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka Atvinnulífsins er bjartsýnn á viðræðurnar í kvöld. „Það þarf í rauninni bara að við þurfum að setjast yfir hlutina og jafna þann ágreining sem hugsanlega er í einhverjum málum og með því að við séum allir saman stilltir inn á það að klára málin þá á þetta að takast," segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Vilmundur segir að samtökin séu tilbúin í þriggja ára samningin eftir ásættanleg vilyrði frá ríkisstjórninni. Vilmundur á von á vöffluboði í Karphúsinu í nótt ef vel gengur.
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira